SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 10

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 10
í vinnunni á aðventunni Aðventan er skemmtilegur anna- tími. Á þcssum síðustu vikum fyrir jól gerist eitthvað sem erfitt er að út- skýra. Fólk verður einfaldlega glaðara í sinni, ungt í annað sinn. Á þessum tíma gefa margir sér tíma til þess, frá öllum skemmtilegu verkunum heima, og gera sér glaðan dag með scunstarfs- fólkinu. Vinnuumhverfið tekur einnig miklum breytingum. Jóla- skrautið setur svip sinn á umhverfið og marglit jólaljósin lýsa upp skamm- degisdrungann. Fallegasta húsið á Siglufirði. Blaðið hafði samband við banka- menn víða um land og forvitnaðist um aðventuna og aðventusiðina í bankaúti- búum landsins. Hlusta á útvarpið á Egilsstöðum. Starfsfólk Búnaðarbankans á Egils- stöðum kann svo sannarlega að gera sér glaðan dag og aðventan er engin untantekning þar á. Ásthildur Jónas- dóttir þjónusturáðgjafi, segir aðvent- una vera sérlega skemmtilegan tíma hjá þeim í bankanum. „Á hverri aðventu förum við saman á jólahlaðborð og tök- um makana að sjálfsögðu með.” Ásthildur segir Búnaðarbankafólkið á Egilsstöðum gjarnan hafa maka þeirra með þegar farið er út að skemmta sér. „Á hverju ári förum við til Reykjavíkur á árshátíð bankans og þá koma makarnir með, einnig í haustfagnaðinn þegar við erum að kveðja sumarstarfsfólkið og stilla saman strengina fyrir veturinn.” Fyrir jólin sameinast starfsfólkið við að koma útibúinu í jólabúninginn. „Við fáum rafvirkja til þess að setja jólaljós á trén fyrir utan útibúið. Það eru keyptar jólastjörnur og settar á afgreiðsluborð- in, við skreytum í bak og fyrir og bjóð- um viðskiptavinunum upp á jól- anammi. En það skemmtilegasta er að fyrir jólin megum við hlusta á útvarpið í vinnunni. Alla jafna er það illa séð ef starfsfólkið er með útvarp í gangi en um jólin þykir það sjálfsagt, því fátt er betra til að skapa jólastemninguna en jólalögin og jólakveðjurnar.” Góður andi á Húsavík Hún Jóna Matthíasdóttir í íslands- banka á Húsavík segir jólasiðum heldur hafa fækkað hjá þeim á liðnum árum, “enda höfum við þroskast og dafnað á liðnum árum.” Jólasiðirnir sem heyra nú sögunni til eru jólaglöggið og matarveislan mikla. „Það sá enginn eftir því þótt hætt yrði við jólaglöggið, því við vorum ein- faldlega sammála um að tímanum á að- ventunni væri betur varið í jólaundir- búning og föndur með fjölskyldunni en að sitja að sötra misjaflega görótta drykki. Matarveislan er reyndar ekki horfin heldur höfum við einfaldlega fært hana til og núna heitir hún Þorrablót. Veislan var verulega íburðarmikil matarveisla sem haldin var í kringum jólin en fólki þótti nægilega borðað þessa daga og því var veislan flutt yfir á þorrann sem byrjar fyrr hér á Húsavík en gengur og gerist, Kvennfélagskonur þjófstarta og halda sitt þorrablót viku fyrir Þorra. Gamla góða jólaveislan okkar er því ansi nálægt jólunum þegar allt kemur til alls.” Jóna segir starfsfólkið skreyta útibú- ið saman „og skreytingarnar eru ansi hefðbundnar og íhaldssamar frá ári til árs. Það er engu breytt, heldur bætt við ef eitthvað er. Og þar sem við erum upp til hópa ósköp góðar konur bjóðum við upp á kúnnakaffi í desember, ilmandi nýtt kaffi og smákökur. Kúnnakaffið verður til þess að það skapast annar andi í útibúinu en venju- lega. Fólk gefur sér lengri tíma í bank- anum, er ekkert endilega að stressast upp þótt biðröðin sé í lengra lagi og það er til í dæminu að fólk komi inn af götunni til þess eins að fá sér kaffi og kökur. Ég er ekki frá því að kaffið okkar og kökurnar hjálpi fólki að brjóta upp erilsaman hversdaginn og aðventu- stressið.” Þegar nær dregur jólum verður enn jólalegra hjá Jónu og félögum hennar í bankanum „því þá setjum við friðarljós fyrir framan útibúið og bjóðum súkku- laði með kaffinu, og það kann fólk að meta.” Fallegasta húsið á Siglufirði Hörður Júlíusson þjónustufulltrúi ís- landsbanka á Siglufirði var kominn í jólaskap síðustu helgina í nóvember sem reyndar var sú fyrsta í aðventu. „Þá var bankinn skreyttur í hólf og gólf og það er ekkert sparað við skreyting- arnar. Einhver segði mig montinn ef ég fullyrti að bankinn væri með fegurstu skreyttu húsum bæjarins en það er ekki montinu fyrir að fara, þetta er einföld staðreynd. Bankinn fékk verðlaun fyrir fegurstu jólaskreytinguna í fyrra og húsið er ekki síðra í ár.” Það er mikil samkennd hjá starfsfólki bankans fyrir jólin. „Við hittumst alltaf einu sinni á aðventunni, ekki bara starfsfólkið heldur taka allir maka sína og börn með í selskapinn og þá er fönd- rað. Sjálfkjörnir föndurleiðtogar eru þá búnir að ákveða hvað á að föndra og

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.