SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 8

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Vinnan á að vera skemmtileg Það er ekki einfalt mál að velja sér ævistarf. Fátt eitt hefur jafn mikil og víðtæk áhrif á líf okkar og okkar nán- ustu og starfið sem við sinnum. Við vinnum nefnilega ekki einvörðungu til þess að fullnægja frumþörfunum, að fæða og klæða okkur og okkar, heldur einnig til þess að hafa það þokkalegt, ekki einungis efnahagslega heldur ekki síður andlega og félags- lega. Tilfellið er að lífið er miklu skemmtilegra ef það er gaman í vinn- unni og það sem meira er, við erum afkastameiri í skemmtilegu vinnuum- hverfi en því leiðinlega. En livað er það sem ræður starfsvali okkar. Margar samverkandi ástæður liggja þar að baki en í mjög mörgum til- vikum er liæfnin látin ráða. Það er til- lineiging okkar og umhverfisins að leita að hæfileikum starfskraftsins og finna starf þar hæfnin nýtur sín sem allra best. Flestum þykir eðlilegt að setja hæfnina í öndvegi þegar verið er að leita að starfi við hæfi, já eða starfs- krafti, en í atvinnuauglýsingum eru gjarnan settar fram ákveðnar hæfnis- kröfur. En skiptir hæfnin öllu máli þeg- ar upp er staðið? Ásta Ragnarsdóttir rekur ráðgjafar- fyrirtækið Hollráð. Ráðgjöf fyrirtækis- ins tekur tii velferðar einstaklingsins út frá líðan, menntun, verklagi, vinnuað- stöðu og fleiru, þannig að kraftar hans og hæfileikar fái sem best notið sín, bæði á vinnustað og í eiknaklífi. Starf- semi Hollráða er ýmist fólgin í nám- skeiðahaldi eða persónulegum viðtöl- um. Eitt af því sem Hollráð bjóða upp á er áhugasviðskönnun, ný en afar góð leið til að finna meðal annars þá þætti starfsumhverfis sem hentar hverjum og einum. Ásta segir að of einhæft sé að ein- blína á hæfni fólks við starfsval og mannaráðningar á liðnum árum. „Hæfn- in er vissulega góð og blessuð svo langt sem hún nær en ánægja af starfi skiptir ekki síður máli. Reyndar má leiða að því líkum að líftími okkar verði lengri í starfi vegna áhuga, frekar en hæfni. Hæfnin er að stórum hluta áunninn, við getum auðveldlega þjálfað upp starfs- hæfni okkar en áhugasviðin og þá um leið það sem veitir okkur ánægju í starfi mótast hins vegar snemma á ævinni, um eða fyrir tvítugsaldurinn. Ef ánægjuna vantar verðum við fljótt leið í vinnunni. Þetta getur orðið til þess að við förum jafnvel að kvíða því að fara til vinnu á morgnana. Þessi kvíði getur síðan hæglega leitt til líkamlegra kvilla og síðan framkallað þunglyndi og sálræna kreppu. Vinnan fyrir frumþörf- unum getur því orðið að vítahring sem erfitt getur verið að losa sig úr, því það er erfitt fyrir fyrirvinnu að segja upp ör- uggu starfi og setja þar með í uppnám örugga afkomu fjöiskyldunnar.” Ekki er að sögn Ástu endilega ástæða til þess að segja upp öruggu starfi og leita að öðru sem ætti að veita ánægju, þótt starfsleiði skjóti upp kollinum. „Það er nefnilega ýmislegt sem hver og einn getur gert til að bæta stöðu sína og gera starfið ánægjulegra.” Fyrsta skrefið, að sögn Ástu, er að fara í smá naflaskoðun, skilgreina þarfir sínar og langanir. „Þá fyrst er hægt að skilgreina vinnuumhverfið, kosti þess og galla. Ekki er hægt að ganga út frá því gefnu að allir þættir starfsins séu ánægjuleg- ir; sumt er betra en annað. Þessi atriði verðum við að miða út frá sjálfum okk- ur. Við skilgreinum starfsþættina, hvað við höfum og hvað við þurfum, verk- efni, vinnutíma, samstarfsfólk og fleira. Síðan endurskipuleggjum við áherslur í starfi út frá þessari niðurstöðu. Þá þætti starfsins sem okkur líkar vel við getum við lagt meiri áherslu á og gert þann hluta starfsins skemmtilegri, eitt- hvað getum við gefið af okkur til að gera miður skemmtiiega þætti bæri- legri, einhverja þætti starfsins höfum við lítil áhrif á en sættum okkur við og leitum þá ánægjunnar eða lífsfyllingar- innar að hluta út fyrir vinnustaðinn.” Ásta tekur skýrt fram að þótt Hollráð geri áhugasviðskönnun fyrir fólk sé fyr- irtækið ekki ráðningarstofa. „Fólk ein- faldlega fyllir út könnunina, 317 spurn- ingar á um það bil 45 mínútum. Síðan eru svörin unnin í stórum tölvugagna- grunni sem leiðir til ákveðinnar niður- stöðu, s.s. hvort viðkomandi sé með hátt eða lágt áhættuþol, hvort frum- kvæði sé mikið eða lítið, hvort viðkom- andi sé skapandi, mannblendinn eða hvort það henti betur að vinna einn, hvort um stjórnanda sé að ræða og þar fram eftir götunum. Það er ekki einfalt að finna sér starf við hæfi. Fólk ætti ekki að einblína um of á hæfileika sína og getu en leggja meiri áherslu á starfsánægju og gleði. Það eykur líftíma viðkomandi í starfi og þá um leið afköst hans og arðsemi. Þetta ættu vinnuveitendur að hafa að leiðarljósi varðandi starfsmannastefnu sína, það eykur framlegð hvers og eins, fækkar veikindadögum starfsmanna og eykur gleði þeirra í starfi.” 8

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.