SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 12
Starfsmenn banka og
tryggingafélaga sameinast
Á undanförnum árum hefur samstarf
banka og tryggingafélaga um allan heim
stóraukist og fjöldi fyrirtækja í þessum
geira atvinnulífsins, fjármálageiranum,
sameinast eða keypt upp starfsemi
hvers annars. Nýju sameinuðu fjár-
málafyrirtækin bjóða jöfnum höndum
fjármála- og tryggingaþjónustu, þ.e.
innlán, útlán, greiðsluþjónustu, fjár-
málaráðgjöf, verðbréf, líftryggingar, all-
ar almennar tryggingar og fl. Starfs-
menn þeirra verða að kunna skil á öll-
um þessum þáttum og eru því ekki
lengur banka- eða tryggingamenn, held-
ur hvort tveggja og allt í senn. Á hinum
Norðurlöndunum hefur þessi þróun
haft gríðarleg áhrif á starfsumhverfi,
kjör og aðstöðu félagsmanna í stéttarfé-
lögum banka- og tryggingamanna og
hvatt þá til þess að snúa bökum saman
í kjarabaráttunni.
Sameining í Noregi
í Noregi eru félagar okkar komnir
lengst á leið því þann 11. nóvember sl.
voru norska bankamannasambandið,
Finansforbundet, og tvö félög trygg-
ingamanna, Forsikringsfunk-sjonærer-
ens landsforbund og Norske ass-
urandörers forbund, sameinuð í eitt öfl-
ugt stéttarfélag. í nýja félaginu eru nú
36 þúsund félagsmenn og nafn þeirra er
Finansforbundet, þ.e. félag starfs-
manna á fjármálamarkaði.
Gömlu félögin þrjú voru stofnuð á ár-
unum eftir síðustu aldamót og er það
elsta nærri því 100 ára gamalt. Þau
höfðu öll á stefnuskrá sinni og í lögum
að vinna að réttindamálum félags-
manna, faglegum, félagslegum og efna-
legum og stóðu algjörlega utan við
flokkspólitík, eins og hið nýja félag ætl-
ar einnig að gera. Sameiningarferlið
hófst fyrir alvöru árið 1996 og var fljót-
lega skipaður viðræðuhópur, sem
kanna skyldi möguleikann á samein-
ingu félaganna. í júní 1998 var síðan
gerður samningur milli félaganna
þriggja, þar sem kveðið var á um ýmsa
lagalega og efnahagslega þætti. Sá
samningur var síðan lagður fyrir þing
allra félaganna haustið 1998 og skilyrt
að 3/4 hlutar félagsmanna samþykktu
sameininguna. Sameiningin var alls
staðar samþykkt og þann 10. nóvember
sl. voru gömlu félögin lögð niður og
nýja Finansforbundet stofnað þann 11.
nóvember, eins og áður segir.
Höfuðtilgangurinn með þessari sam-
einingu er að tryggja réttindi félags-
manna og áhrif þeirra á þróun þeirrar
ört vaxandi þjónustugreinar, sem þeir
vinna við. Vinnuréttur, atvinnuöryggi,
efnahagsleg afkoma og félagsleg rétt-
Sameiningarferlið er komið afslað.
12