SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 5

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 5
Fulltrúafjöldi aðildarfélaga SÍB á 43. þing 2007 FSLÍ 17 Sf Glitnis 13 SÓLON Sf KB 12 Sf. Spsj. Rvíkur og nágr. 3 Sf Reiknistofu bankannna 2 Sf Seðlabanka 2 Sf. Visa-'lsland 1 Sf Sparisj Hafnarfjarðar 1 SF Sparisjóðs Keflavíkur 1 Sf Tölvumiðstöðvar spari- sjóðanna 1 Sf SÍSP Sparisjóðabankans 1 Sf Spsj. Vélstjóra 1 Sf Spsj. Siglufjarðar 1 Sf Spsj. Mýrasýslu 1 Sf Sparisj. Vestfirðinga 1 Sf Spsj. Svarfdæla og Óiafsfj 1 Sf Spsj. Kópavogs 1 Sf Spsj. Norðlendinga 1 Sf Spsj. Hornafjarðar og nágr. 1 Sf Spsj. Vestmannaeyja 1 Sf Lánasýslunnar 1 Sf Byggðastofnunar 1 Alls fjöldi fulltrúa á þing SÍB 65 Kjörið tækifæri fyrir áhugasama Hefur þú skoðun á því hvernig SÍB á að starfa? Nú er að hefjast formleg- ur undirbúningur fyrir næsta þing SÍB sem verður haldið dagana 16.-18. apr- íl 2007. Þingið er samkvæmt núgildandi lögum haldið þriðja hvert ár og er æðsta vald samtakanna. Þar er kosin stjórn fyrir næsta tíma- bil sem samkvæmt lögum er þrjú ár. Á þingi SÍB er farið yfir gang mála á liðnu tíma- bili og mörkuð stefna næsta tímabils. SÍB er samband starfsmannafélaga í fjármála- fyrirtækjum og eiga þau full- trúa í hlutfalli við félagafjölda. Reikniregla til að finna út fjölda fulltrúa úr hverju félagi er sú að fyrst er úthlutað einum fulltrúa á hvert félag og síðan er þeim sem eft- ir er úthlutað miðað við fjölda félagsmanna í hverju félagi. Alls eiga 65 fulltrúar setu- rétt á þinginu og í samræmi við framangreinda reglu eiga stærstu félögin flesta þing- fulltrúa. Þegar kemur að því að velja fulltrúa til setu á þinginu er fyrirkomulag í sumum tilfellum þannig að stjórnarmenn í aðildarfélög- um eru samkvæmt félags- lögum sjálfkjörnir en síðan er lýst eftir framboðum félags- manna í þau sæti sem þar eru til viðbótar. Ljóst er að stærstu félögin eiga flesta fulltrúa og þar með að þar eru tækifæri til þátttöku fyr- ir fólk sem vill taka þátt í að móta starf SlB og hafa áhrif á þær áherslur sem lagðar eru. Fyrir liggur að ungu fólki hefur fjölgað mjög í fjármála- fyrirtækjunum og því er mik- ilvægt að fulltrúar þess hóps bjóði sig fram til þátttöku í þinginu þannig að sjónar- mið þess hóps eigi fulltrúa þegar kemur að umræðum um stefnumál samtakanna. Áhugasamir félagsmenn eiga þess kost að bjóða sig fram til starfa í stjórnum aðild- arfélaganna og einnig geta félagsmenn í stærri félögun- um boðið sig fram sérstak- lega til setu á þingi SÍB. 5

x

SÍB-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.