SÍB-blaðið - 01.12.2006, Page 9

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Page 9
þrátt fyrir að fyrirtækið hafi stækkað mikið að undanförnu hefur okkur tekist að viðhalda þessu góða viðhorfi. Ánægjuleg þróun innan SPRON Þóra Helgadóttir, staðgengill starfsmannastjóra er fulltrúi SPRON í jafnréttisnefndinni. Hún segir að við ráðningar sé horft til einstak- lingsins og þess að jafnræðis sé gætt innan hvers hóps. Þróunin hef- ur verið mjög ánægjuleg. Stjórnarformaður SPRON er kona, jafnframt er ein kona í hópi framkvæmdastjóra. Ef litið er á hlut karla sjáum við að þeir eru í auknum mæli að fara í þau störf sem konur voru meira í en áður eins og t.d. í útibúum. Nefndin sjálf kemur ekki að ráðningarmálum en veitir starfsmannahaldi ákveðið aðhald, sem ger- ir alla yfirmenn mjög meðvitaða um jafnréttisáætlunina. Voru einhverj- ar efasemdir þegar þið voruð að byrja? Nei, ég man ekki sérstakega eftir því. Þetta voru lög sem voru sett af Alþingi og fór SPRON strax í að vinna að gerð jafnréttisáætlunar. Vitum við þess dæmi að þessu hafi ekki verið jafnvel fylgt eftir í öðrum fyrirtækjum. Við leituðum til fyrirtækja sem höfðu sett sér jafnréttisáætlun, kynntum okkur hvernig þau voru að vinna að þessum málum og svo höfum við þróað okkar eigin áætlun út frá því. Við höfum til dæmis í vinnustaðagreiningunni skoðað kynferðislega áreitni á vinnustað sérstaklega sem og einelti. Starfsmenn SPRON eru í hópi ánægðustu starfsmanna fyrirtækja almennt Guðmundur Hauksson er sparisjóðsstjóri SPRON. Hann seg- ir viðurkenningu Jafnréttisráðs vera mikla á því starfi sem unnið hef- ur verið hjá fyrirtækinu. Hann segir alla starfsmannastefnu fyrirtæk- isins byggja á jafnréttisáætlun sem fyrirtækið setti árið 1997. Við höfum lagt metnað okkar í það að efla hóp starfsmanna eins mikið og við getum með það sem sjónarmið að öflugur hópur starfsmanna sé líklegri til þess að laða að viðskiptavini og að viðskiptavinir verði ánægðari með okkar þjónustu fyrir vikið. Þannig höfum við lagt okk- ur mikið eftir því, bæði með því að ráða til okkar hæfa einstaklinga og eins með því að endurmennta og mennta okkar starfsmenn eins og hægt er. í þessu sambandi þá horfum við ætið til jafnréttis, þ.e.a.s við reynum að sjá til þess að þessara sjónarmiða sé gætt, bæði við ráðningar og þegar kemur að tækifærum til menntunar, nú eða til stöðuhækkana innan SPRON. Velgengni SPRON á undanförnum árum hefur verið mikil og því lék okkur forvitni á að fá að vita hvort rekja megi velgengnina til þessar- ar stefnu. Guðmundur segir að erfitt sé að meta það. Það fer sam- an reyndar hjá okkur að við höfum verið að ná góðum árangri bæði á sviði þeirra kannana sem lagðar eru til grundvallar þegar verið er að mæla árangur. Við sjáum það í vinnustaðakönnunum að starfs- menn SPRON eru í hópi ánægðustu starfsmanna allra fyrirtækja og það er auðvitað góður grunnur. Við sjáum líka í þessum könnunum að þær spurningar sem snúa að því hvernig fólk upplifir sig innan fyrirtækisins og hvort það telji sig hafa tækifæri til nám o.s.frv. koma vel út. Þetta eru allt þættir sem skipta mjög miklu máli. Þannig að við sjáum klárlega að þessi stefna er að skila sér hér inn. Það hvort þetta skilar sér inn í hagnað, jú við erum að skila fínum hagnaði og erum með betri arðsemi en önnur fjármálafyrirtæki en hvort það rek- ur sig til nákvæmlega þessa atriðis er erfitt að segja til um því að mjög stór hluti af okkar afkomu hann byggir á árangri á fjárfest- ingu sem sparisjóðurinn hefur lagt út í en ekki endilega á þess- ari kjarnastarfsemi sem hefur þó verið að skila hagnaði líka. Konur ekki öðruvísi stjórnendur en karlar Margir hafa haldið því fram í gegnum árin að konur séu öðru- vísi stjórnendur en karlar og um það hafa verið skrifaðar marg- ar greinar í tímarit og blöð víða um heim. Guðmundur kann- ast ekki við að svo sé. Hann segist aldrei líta til þess hvaða kyn gegnir starfi innan fyrir- Guðmundur telur að flest fyrir- tæki séu farin að átta sig á því að konur eru í síauknum mæli að koma út á vinnumarkaðinn með meiri menntun sem sést meðal annars í háskólum lands- ins þar sem konur eru í meiri- hluta í flestum deildum skól- anna. Konur eru búnar að búa sig miklu betur undir atvinnulífið nú heldur en var hér áður þegar það voru fyrst og fremst karlar sem komu inn með meira nám að baki og áttu þar með greiðari leið inn í yfirmannastöður. Þetta er að breytast og ég held að við eigum eftir að sjá mikla breyt- ingu eiga sér stað á næstu árum tækisins heldur sé aðeins lit- ið til hæfni starfsmanna. Konur þurfi þó meiri hvatningu en karl- menn. Þegar verið er að ráða í stöður þá leita karlmenn miklu fremur eftir starfsframa en kon- ur. Það er mitt mat að almennt skortir konur meira sjálfstraust og að það sé rótin að þvi hvers vegna þær berjast ekki eins fyr- ir sínu eins og karlmenn gera. Ég held að þetta sé hlutur sem þarf að lagfæra og við höfum t.d. oft átt frumkvæði að því hér að hvetja konur til þess að leita eftir frekari námi og efla sig og síðan að leita eftir því að þær sæki um stöðu þegar við teljum að þær eigi erindi í þær. Þannig að oftar en ekki hefur það ver- ið að okkar frumkvæði sem að slíkt gerist fremur en að konur hafi fundið þetta hjá sér sjálfum. og áratugum í þessum efnum. Við hér hjá SPRON höfum ver- ið að berjast fyrir jafnrétti og við rekum okkar fyrirtæki alfar- ið á þeim grundvelli. Við hvetj- um alla okkar starfsmenn til dáða óháð kyni. Þessi atvinnu- grein hefur vaxið mikið á undan- förnum árum og hefur því gefið færi á því að fjölga starfsmönn- um. Störfin eru stöðugt að verða meira krefjandi og þjónustan að verða fjölbreyttari en það ger- ir tilkall til þess að það sé meiri þekking á bak við starfsmenn heldur en áður var. Ég vil hvetja alla starfsmenn til að nýta þau tækifæri sem þeir hafa til þess að mennta sig og endurmennta til þess að geta tekist á við þessar áskoranir framtíðarinnar. Það á jafnt við karla og konur. /ló 9

x

SÍB-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.