SÍB-blaðið - 01.12.2006, Síða 10

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Síða 10
RETTinDflfflflL. Breytingar lífeyrisréttinda eftir 1995 Þegar ríkisviðskipta- bönkunum tveim- ur, Landsbanka og Búnaðarbanka, var breytt í hlutafélög, árið 1997, var samhliða gerð breyt- ing á samþykktum fyrir hlut- fallsdeildir lífeyrissjóða starfs- manna og stofnuð stigadeild fyrir alla nýja starfsmenn og þá eldri sjóðfélaga, sem vildu skipta um lífeyriskerfi. Breytingar á samþykktum fyrir gömlu hlut- fallsdeildirnar voru umdeildar, sérstaklega afnám bakábyrgð- ar launagreiðanda og afnám eft- irmannsreglu til viðmiðs eftir- launa. Á ýmsu hefur gengið hjá hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs banka- manna, en að lokum náðist samningur, sem eiga að tryggja betur rekstrargrundvöll þeirrar deildar. Hér er sagan rakin: Af hverju að breyta? Þegar stjórnvöld tóku ákvörð- un um að breyta ríkisbönkun- um tveimur, Landsbanka og Búnaðarbanka, í hlutafélög í eigu ríkisins gerði þáverandi ráðherra bankamála strax kröfu um að breyta lífeyrisréttindum starfs- manna þannig að bakábyrgð bankanna (ríkisins) yrði felld niður. Það var alveg Ijóst árið 1996 að bankarnir yrðu seldir og einkavædd- ir strax eftir að lögin um h/f væðingu yrðu samþykkt á Alþingi. Bankar með óútfylltan víxil, í formi baká- byrgðar á eftirlaunum starfsmanna, þóttu ekki nógu góð söluvara á hlutabréfamarkaði. Sjóðirnir tveir sem breyta skyldi voru Eftirlaunasjóður starfsmanna Landsbanka og Seðlabanka (sem breytt var í LB) og Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka (LSB). Forsendur útreikninga til að tryggja óbreytt réttindi. Stjórnir þessara tveggja lífeyrisjóða unnu ásamt tryggingafræðingum sjóðanna, á árunum 1996/1997, að því að finna nýtt form á iðgjaldagreiðslum til sjóðsins, þannig að ný iðgjöld tryggðu sjóðfélög- um sömu réttindi og gömlu sjóðirnir með bakábyrgð og eftirmannsreglu. Niðurstaðan að þeirri vinnu skil- aði sér á vordögum ársins 1997 og innihaldið var að miðað við: 1. Launaþróun = hækkun vísitölu neysluverðs + 0,5% á ári 2. Raunvextir = 3,5%, eins og skilyrt er í öllum útreikningum lífeyrissjóða 3. Eftirlaunaaldur væri að meðaltali við 67 ára líf- aldur sjóðfélaga 4. Einungis 25% þeirra, sem rétt ættu, mundu nýta sér 95 ára reglu, 60 til 64 ára gamlir. Með þessum forsendum voru þegar áfallnar skuldbindingar bankanna fundnar og einnig hvaða iðgjald þyrfti til að tryggja lífeyriskjörin til framtíðar. Iðgjaldið var ákveðið 14,4% frá bankanum og 4% frá sjóðfélaganum. Hjá Hlutfallsdeild LB hækkar/lækkar lífeyrir í sam- ræmi við breytingar á vístölu neysluverðs, en hjá LSB hækkar lífeyrir í samræmi við hækkun á vís- tölu launa. Þarna getur orðið þó nokkur munur á, launavísitölu í vil þegar þensla er á vinnumarkaði. Þróun áranna 1998 til og með 2005 Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Búnaðarbankans (LSB) hafa forsendur staðist nokkuð vel, sérstak- lega hafa stjórnendur bankans gætt þess vel að launaþróun fylgdi að mestu forsendum útreikn- inga. Einnig hefur ávöxtun LSB gengið mjög vel, meðal annars vegna hlutabréfaeignar í BÍ h/f, síðar KBbanka. LSB stendur því mjög vel í dag og á inni- stæðu fyrir öllum skuldbindingum sínum. Þróunin hjá Hlutfallsdeild LB varð nokkuð önn- ur á árunum 1998 til 2005. Forsendur raunávöxtun- ar hafa staðist á tímabilinu, en því miður ekki mik- ið umfram. Einnig er nýting á 95-ára reglunni í takt við forsendur. Forsendan um launaþróun stóðst hins vegar alls ekki, það er að laun þeirra sem greiða inn til Hlutfallsdeildar LB hafa hækkað mun meira en gert var ráð fyrir. Þetta hefur leitt til þess að skuld- bindingar sjóðsins vaxa mun meira en eignir hans. Árin 2004 og 2005 var sjóðurinn kominn í -11 % halla á heildarskuldbindingum og átti samkvæmt lögum um lífeyrissjóði (124/1997) að skerða réttindi sjóðfélaga. En sjóðsstjórn á samkvæmt samþykkt- um sjóðsins að leita allra leiða til að bæta stöðu sjóðsins áður en gripið er til skerðingar á lífeyrisrétt- indum. 10

x

SÍB-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.