SÍB-blaðið - 01.12.2006, Síða 22
KJRRRSRmninGRR
Kjarasamningar SÍB
í nútíð og framtíð
ikill meirihluti félags-
manna SlB fylgir
launatöflu SÍB og
þeim launahækkun-
um sem stéttarfélagið semur um
hverju sinni. Því er mikilvægt að
Samninganefnd SÍB haldi áfram
á sömu braut og áður, geri samn-
inga um launatöflur, sem endur-
spegli sem best grunnlaun félags-
manna, og launahækkanir sem
tryggi að minnsta kosti prósentu-
hækkanir í samræmi við hagvöxt
á samningstímanum. í greininni er
fjallað um árangur kjarasamninga
á yfirstandandi samningstímabili
og hvað framundan er.
Verkefni stéttarfélaga
Veigamesta verkefni stéttar-
félags er að gera viðunandi kjara-
samninga og hafa eftirlit með
því að öll réttindi félagsmanna
samkvæmt kjarasamningum og
landslögum séu virt í einu og öllu.
í kjarasamningunum er kveðið á
um ýmis réttindamál sem flest
hafa áunnist, með baráttu launa-
manna, undanfarin fimmtíu ár.
Saga stéttabaráttu er að sjálf-
sögðu lengri en þau réttindi sem
við nú þekkjum eru flest feng-
in með ötulli baráttu síðustu ára-
tuga. Þar á meðal eru lífeyrisrétt-
indi, veikindaréttur, vinnutíma og
hvíldartímasamningar, orlofs-rétt-
ur, líf- og slysatryggingar, fæðing-
arorlof, orlofssjóðir, styrktar- og
sjúkrasjóðir, menntunarsjóðir fyr-
ir endurmenntun félagsmanna, og
svo má áfram telja. Hluti kjara-
samninga felst í að viðhalda og
verja þessi áunnu réttindi og helst
að bæta þau enn frekar.
Tímalengd kjarasamninga
Megin verkefni kjarasamninga
er samningur um þróun launa fyr-
ir það tímabii, sem samið er um
að kjarasamningurinn gildi. Og
þar kem ég að einum veigamesta
þætti við gerð og undirskrift
kjarasamninga, það er gildistím-
inn. Þegar umhverfið í þjóðfélag-
inu er stöðugt og aðstæður góð-
ar, verðbólga innan vikmarka
Seðlabankans og eðlileg endur-
nýjun vinnuafls á vinnumarkaði,
er auðvelt að gera kjarasamninga
til lengri tíma, til dæmis til fjögurra
ára í senn. Þegar samningarn-
ir 2001 og aftur 2004 voru gerð-
ir höfðu aðilar kjarasamninga þá
von að stöðugleiki gæti ríkt, en
allir vita nú að það var bjartsýni.
Virkjanaframkvæmdir, bygging
stóriðjuvera, velheppnuð útrás
íslenskra fyrirtækja og spreng-
ing á húsnæðismarkaði, með til-
komu 90% íbúðarlána, skilaði
okkur inn í verðbólgutíma, sem
náði hámarki á árinu 2006 með
allt að 8% verðbólgu. Hefðu for-
svarsmenn verkalýðsfélaga séð
fyrir þessa þróun hefðu þeir aldrei
undirritað kjarasamninga til fjög-
urra ára, þrátt fyrri ákvæði bók-
ana um „rauð strik“ þar sem
gerður er samanburður á hækk-
un neysluvísitölu og launa fyrir
ákveðin tímabil á kjarasamnings-
tímanum.
Rauðu strikin
í kjarasamningum Alþýðu-
sambandsfélaga (ASÍ) og
Samtaka atvinnulífsins (SA) voru
ákvæði um skoðun og endurmat
forsenda kjarasamningsins tvis-
var á samningstímanum, fyrst í
nóvember 2005 og síðan í nóv-
ember 2006. Samninganefnd
SÍB ákvað að fylgja fordæmi og
endurskoðunarákvæðum ASÍ-
félaga, og samdi við SA um bók-
un er innihélt: “Komi til þess að
nefnd sú sem fjallar um forsend-
ur kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði nái samkomulagi
um breytingu á samningum, skal
sambærileg breyting gilda um
samning SÍB/SA”.
í nóvember 2005 hafði þessi
bókun þau áhrif á samninga SÍB
að félagsmenn fengu 26.000 ein-
greiðslu og launin munu hækka
aukalega um 0,65% 1. janúar
2007, og verður þvi hækkunin þá
3,65%.
í júní 2006 var Ijóst að vísitala
neysluverðs hafði hækkað mun
meira en laun og því Ijóst að það
kæmi til upptöku og endurskoð-
un kjarasamninga í nóvember. SA
ákvað að bjóða aðildarfyrirtækj-
um samning, sem hljóðaði uppá
15.000 króna hækkun umsam-
inna launataxta og að lágmarki
5,5% hækkun launa frá 1. júní
2005 til 1. júní 2006. Stjórn SÍB
samþykkti í september sömu nið-
urstöðu fyrir félagsmenn SÍB. í
október var greidd eingreiðsla, en
launaflokkar hækka um kr. 15.000
þann 1. janúar 2007 og launaþró-
un þeirra, sem eru utan launa-
flokka verður þá einnig leiðrétt
miðað við 5,5% viðmiðunina.
Á næstu grösum
í byrjun febrúar 2007 verð-
ur gerð ný launakönnum, sem
sýnir okkur ekki bara umsam-
dar launahækkanir heldur einn-
ig allt launaskrið, sem er með-
al félagsmanna SÍB. Mikilvægt er
að ALLIR starfsmenn fjármálafyr-
irtækja taki þátt í þessari launa-
könnun því einungis þannig verð-
ur hún mikilvægt tæki þeirra til að
meta eigin launaþróun frá síðustu
könnun í apríl 2004.
Þing SÍB verður haldið 16. -
18. apríl 2007. Þar verða lagð-
ar línur og áherslur SÍB fyrir
næstu þrjú árin, og forystan kos-
in. Kjarasamningar á almenn-
um vinnumarkaði renna flestir sitt
skeið í lok árs 2007. Samningar
SÍB gilda hins vegar til október
2008. Það er því mikil vinna fram-
undan fyrir stjórn og samninga-
nefnd SÍB og Ijóst að glíman við
Samtök atvinnulífsins (SA) getur
orðið hörð, en viðsemjendur SÍB
hafa nú falið SA að sjá um gerð
kjarasamninga fyrir hönd fyrir-
tækjanna.
Friðbert Traustason,
formaður SÍB.
Launahækkanir á samningstímanum
1.10.2004 til 1.1.2008
Með kjarasamningunum frá 1. október 2004 og framangreindum tveimur end-
urskoðunum, haustið 2005 og haustið 2006, hafa laun félagsmanna hækk-
að sem hér segir:
1. október 2004 hækkuðu öll laun um 5,25%
1. janúar 2005 hækkuðu allir i launaflokkum 163 og neðar um 3,4% (1
launaflokkur)
1. nóvember 2005 var samningur um 26.000 kr. eingreiðslu og 0,65%
launahækkun
1. janúar 2006 hækkuðu öll laun um 3,75%
1. júli 2006 hækkuðu launataxtar um 15.000 og tryggð 5,5% launaþró-
un sl. árs
1. janúar 2007 hækka öll laun um 3,65% (0,65% af þv( var samið var um
1.11.2005)
1. janúar 2008 hækka öll laun um 2,25%.
Þegar litið er á hækkun launa á þessu tímabili þá er Ijóst að þeir félagsmenn,
sem hafa lægri launin fá mun meiri prósentuhækkun en þeir sem hærri laun-
in hafa. Það var stefna og ákvörðun sem samninganefnd SÍB tók, lagði fyrir
félagsmenn, og var samþykkt i allsherjar atkvæðagreiðslu í október 2004. Til
þess að gera okkur enn betri grein fyrir hækkun samkvæmt þessum samn-
ingum er rétt að taka hér 3 dæmi:
A) Launaflokkur 131, B-tafla með 17% álagi var í september 2004 kr.
176.183.
Allir I þessum launaflokki hækkuðu um einn launaflokk 1. janúar 2005
Launaflokkur 132, B-tafla með 17% álagi verður í janúar 2008 kr. 227.720.
Hækkunin hjá þessum félagsmönnum er því að lágmarki: 227.720/176.183
= 29,25%
B) Launaflokkur 151, B-tafla með 17% álagi var í september 2004 kr.
213.389.
Allir í þessum launaflokki hækkuðu um einn launaflokk 1. janúar 2005
Launaflokkur 152, B-tafla með 17% álagi verður í janúar 2008 kr. 272.244.
Hækkunin hjá þessum félagsmönnum er því að lágmarki: 272.244/213.389
= 27,58%
C) Launaflokkur 183, B-tafia með 17% álagi var í september 2004 kr.
304.381.
Launaflokkur 152, B-tafla með 17% álagi verður í janúar 2008 kr. 369.494.
Hækkunin hjá þessum félagsmönnum er því að lágmarki: 369.494/304.381
= 21.39%
i Ijósi þessara dæma getur hver og einn félagsmaður SÍB skoðað eigin
launaþróun á þessu tímabili núgildandi kjarasamninga.
22