Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 19 einn sjúkl. á Röntgensstofnunina, sem höföu fistla eftir osteomyelitis, er ekki vildu gróa; hér voru auövitaö sequestra inni fyrir. Röntgens- myndin á aö sýna hvar sequestersins er að leita, hve stórt þaö er, og hvort um fleiri en eitt sequester er aö ræöa; ennfremur má aö nokkru leyti sjá á myndinni, hvort sequestrið muni vera oröiö laust eöa ekki. Greining á osteomyelitis acula og M o r b u s B a r 1 o w i getur stund- um verið erfiö. Mig rekur aö minsta kosti minni til, að hafa séö tvisvar sinnum skorið í hæmatoma superiostale í þeirri trú, aö sjúkl. heföi osteo- myelitis ac. meö abcess. Röntgensskoöunin kemur hér aö góöu haldi, því á myndinni sést svokallaður þverskuggi í kastlínunum, sem er ein- kennilegur fyrir Mb. Barlowi. Ennfremur sjást stundum sjálf hæma- tomin, einnig infractionir og losnun kasta, sem oft koma fyrir hjá sjúkl. með Mb. Barlowi. Tumores. F.xostoses er mjög auðvelt aö þekkja frá i 11 k y n j- u ö u m t u m o r u m, sem eyðileggja beinin gersamlega svo langt sem þeir ná. Á þessu sviöi gerir Röntgensskoðunin afarmikiö gagn. Með engri annari skoöun má komast eins fljótt aö raun um centralt sarcoma. Síöastliöiö sumar var á Röntgensstofnuninni skoöuö tvítug stúlka meö centralt sarcoma capitis humeri, og 5 ára gl. barn meö sama sjúkdóm i tibia. Eg held mér sé óhætt að segja, að á báðum sjúklingunum hafi Röntgensplatan tekiö af tvímælin um sjúkdóminn. Kona ein, sem líka var skoöuð á Röntgensstofnuninni, haföi sarcoma pelvis, en symptomin líktust mest Ischias. Af c y s t i s k u m beina-tumoru m fást oftast nær mjög einkenni- legar myndir. Stundum eru þessir tumores orsök í spontan beinbroti. Þaö má óhætt segja, aö hver o s t i t i s-tegund sýni sína ákveönu og einkennilegu mynd á Röntgensplötunni, og myndirnar af tumorunum eru líka hver annari ólíkar, eftir því hvort tumor er illkynjaöur eöa ekki. Vegna þess er Röntgensskoðunin svo mikilsverð við alls konar sjúk- dóma í beinunum. Orthopædar hafa mikið gagn af geislunum til þess að fá glöggar hug- myndir um alls konar skekkjur. T. d. getur verið erfitt að fá vissu um coxa vara eða coxa valga, nema með mynd. Þar getur komiö til greina Coxitis tub., Osteochondritis dissecans eða kanske Fract. colli femoris. Scoliotsis eru læknarnir lika stundum í vafa um, hvort um beinskekkju sé að ræða eöa ekki. Sjúkdómar í liðum. L i ö h 1 a u p sjást auðvitað vel á mynd eða með gegnumlýsing, hvort sem þau eru eftir slys, meðfædd eða vegna skemda í beinunum. Um leið sjást þá líka stærri eöa smærri beinbrot, sem svo oft eru samfara slysa-liðhlaupum. Lækning á meðfæddu mjaömar-liöhlaupi er miklu erfiö- ari, ef handlæknarnir hafa ekki Röntgensskoðun viö að styðjast. A r t h r o i t i s. Það, sem sagt hefir veriö um skoöun á ostitis, gildir auövitað eins þó skemdin sé viö eöa inni í liðnum, svo ekki þarf að endurtaka það aftur. Brjósk sést ekki á Röntgensmyndum, en þó gefa þser aö nokkru leyti upplýsingar um ásigkomulag þess. Þaö bil, sem venjulega sést á myndunum á milli þeirra beina, sem liðamótin mynda,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.