Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 21 Aö því er holdsveikisbakteríuna snertir, þá hefir veriS sýnt og sannað, að hinn svonefndi lepra-bacillus kemur ávalt fyrir i holdsveikinni og í engum öörum sjúkdómi. Fyrsta skilyröinu má þvi telja fullnægt. Aö rækta bakteríuna hefir veitt mjög öröugt. Mörgum viröist þó hafa tekist þaö (Bordoni Ufreduzzi, Spronck, Babes, Levy o. fl.) Allir þessir vísindamenn hafa fengiö sömu bakteríuna meö sömu einkennum, og þá einkum því einkenni, aö geta haldiö föstum litarefnum þótt sýrur verki á (sýrufastar). En fulla sönnun vantar þó, af því aö enn hefir ekki tekizt að fullnægja 3. skilyröinu, aö framleiöa sjúkdóminn á öörum lif- andi verum meö þessum ræktuöu bakteríum. Það vantar þó ekki tilraunir í þá átt. Og auk þess hafa menn reynt að festa holdsveikishnúta, eða stykki úr þeim, í lifandi hold á heilbrigð- um. En þær tilraunir hafa aö mestu mishepnast. — Stundum hafa reynd- ar myndast hnútar, sem líkst hafa holdsveikishnútum, en engin algeng holdsveiki hefir komið fram. Það er aðeins ein tilraun, sem viröist hafa hepnast, tilraunin sem gerö var af Arning á eynni Hawai árið 1884, enda er sú tilraun í öllum bókum, sem um holdsveiki fjalla, talin sem sönnun fyrir sóttnæmi holdsveikinnar. Því miður er þessi tilraun ekki fullnægjandi sönnun. Hún er gerö i landi þar sem holdsveikin er landlæg. Maðurinn haföi alla æfi lifað með- al holdsveikra og seinna sannaðist þaö (Swift), aö hann átti holdsveika í ætt sinni. Ehlers getur um annað dæmi (Coffin). — Á Mauritius eru tugthús- fangarnir notaðir sem hjúkrunarmenn á holdsveikraspítölunum, og þyk- ir mörgum þar vistin betri en í tugthúsunum. Einn fanginn tók því það ráö, að hann rispaði sig í handlegginn meö hnifkuta, sem hann haföi dyfið í vilsu úr sári á holdsveikum. Vildi hann reyna að fá holdsveiki svo að hann losaðist úr tugthúsinu. Aumingja manninum varð aö ósk sinni. Eftir tvö ár hafði hann fengið reglulega hnútaveiki og komst á spítal- ann. En hér er sami gallinn. Maðurinn haföi lifaö meöal holdsveikra og ekki ugglaust um að holdsveikir væru í ætt hans. Hinn stutti undirbún- ingstími veikinnar (2 ár) líka grunsamur. Annars hafa læknar lika reynt aö flytja holdsveikina á heilbrigða með bólusetningu, en aldrei tekizt. — Áriö 1884 bólusetti Danielssen sjálfan 3 aöstoðarmenn sína með holdsveikisefni, en árangurslaust. Enn gerði hann það 1886 og aftur 1856 og seinast 1858, en alt fór á sömu leið. Sama reyndu bæði Armauer Hansen, Profeta o. fl. en allir án á- rangurs. Þessar bólusetningartilraunir sýna það ekki, aö holdsveikin sé ekki sótt- næm eða geti ekki borist af manni á mann. Vér höfum enga vissu fyrir, að bólusett hafi verið með 1 i f a n d i bakteríum, og þar sem ekki hefir ver- ið hægt að framleiða holdsveiki með tilraunum, þá þekkjum vér ekki þær leiðir, sem bakterían fer inn í mannlegan líkama, svo aö hann sýkist. Þrátt fyrir þetta veröa menn að álíta, aö hér sé um sóttnæma veiki að ræða. Fyrstogfremstaf þvi, að hér er að ræöa um sérstakan holds- veikissjúkdóm. í ö ð r u 1 a g i af því, að holdsveikin, þar sem hún frá ómuna tíö hefir verið landlæg, hefir útbreiðst manna á meöal á þann hátt,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.