Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 16
30 LÆKNABLAÐIÐ Glycerin og Phenolu m, en af þessum lyfjum eru víst til næg- ar birgöir til eins árs. O p i u m og o p i u m p r æ p a r ö t hækka stöðugt í veröi og sömuleiöis Bómull og gase hækkaöi þegar í byrjuti ófriðarins um 50 pct. og 20 pct. Gase er nú ekki dýrara en áöur, en bómullin er enn 33 pct. dýrari. Rvik, 10. febrúar 1915. p Q CHRISTENSEN. íslenzk læknafélög. Þegar nú er veriö að koma á fót íslenzku læknablaði, og jafnframt stofnað til meiri samvinnu en áöur meðal ísl. lækna, þykir vel til fallið, að geta stuttlega um þær tilraunir, sem áður hafa veriö geröar til þess að koma á fót félagsskap meðal lækna. Eftirfarandi yfirlit hefir J ó n R o s e n k r a n z háskólaritari samiö fyrir Lbl. Til viðbótar má geta þess, að á árunum 1902—4 höfðu læknar norðan og austanlands félag með sér og gáfu út dálítið fjölritað blað, sem nefnt var „Læknablaðið". Ritstjóri þess var Gu ð m. Ii a n n e s s o n. Þeir reyndu og aö koma á lestrarfélagi fyrir lækna og læknabindindi. Erfiöur reyndist hann þessi félagsskapur og féll um koll eftir 3 ár. * * * Fyrsti læknafundur hér á landi var haldinn dagana 27.—30. júli 1896. Voru þá 12 læknar samankonmir víðsvegar að af landinu. Formaður fundarins var dr. J. Jónassen en skrifarar Þórður Thoroddsen og Jón Jónsson. Þessi mál voru rædd á fundinum: 1. Breyting á skipun læknahéraða. 2. Kjör lækna. 3. Landspítali. 4. Læknaskólinn. 5. Holdsveikismálið. 6. Sóttvarnarhús. 7. Bólusetning. 8. Stofnun ísl. læknafélags. 9. Sjúkrahús út um landið. 10. Berklaveikisrannsóknir. 11. Hagskýrslur og bókfærsla lækna. 12. Ferðastyrkur til lækna. 13. Sjúkrasjóðir. 14. Heilbrigðisnefndir. 15. Vitfirringastofnun. 16. Lyfsölumál og lyfjaskrá. 17. Yfirsetukvennamál. Næsti læknafundur var haldinn 29. júlí 1898. Voru þar 9 læknar, er stofnuðu hiö fyrsta ísl. læknafélag og samþyktu lagafrum- varp og létu prenta, en ekki verður séð að þaö félag hafi haldið áfram störfum. 2. ágúst 1909 komu 9 læknar saman í Hótel ísland til að ræða um Sjúkrasamlag Reykjavíkur, sem þá var verið að koma á fót. Var kosin nefnd til að athuga það mál, og upp úr því var Læknafélag Reykjavíkur stofnað 18. okt. 1909 og lög samþykt fyrir félagið, en fastur rekspölur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.