Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 31 komst þó ekki á fundahöld fyr en 1911. Síöan hefir félagiS halditS fundi einu sinni í mánuSi frá október til maí. Hér fer á eftir skýrsla um þaS helzta, sem rætt hefir veriS á fundunum: Guðmundur Magnússon prófessor: 1. Sullaveiki hér á landi og athuga- semdir út af 216 sullaSgerðum í 168 sjúklingum. 2. Saga sullaveikinnar á íslandi. 3. SagSi frá fröum sinum um útlönd 1913—14, og lýsti sérstak- lega kensluaðferöum í handlæknisfræSi viö ýmsa háskóla, er hann heim- sótti á Norðurlöndum, Þýzkalandi og Bretlandi. Guðm. Hannesson prófessor: 1. LækningaraöferS Calots viö berkla- veiki í hryggnum. 2. Kirurgiskar umbúöir. 3. Um lífærafræöiskenslu fyr og nú. 4. Kensla í vefjafræöi viö háskólann. 5. um tengivef. Guðmundur Björnsson landlæknir: 1. Krabbameinsrannsóknir. 2. Mann- dauði á íslandi. Sigurður Magnússon heilsuhælislæknir: 1. Um Immunitet eftir berkla- veiki. 2. Pneumothorax artificialis. Matthías Einarsson læknir: 1. Ulcus duodeni. 2. Handlæknisaögeröir viö magasjúkdómum. Þórður Sveinsson geöveikralæknir: 1. Lýsti sjúkling með neuritis perif. progressiva, er leiddi til dauöa. 2. Schizophreni. Sæmundur prófessor Bjarnhéðinsson: 1. Syringomyelie og holdsveiki. 2. Salvarsan. Jón Hj. Sigurðsson héraöslæknir: Um taugaveiki. Andrés Fjeldsteð augnlæknir: Um Glaucoma. Ólafur Þorsteinsson eyrna-, nef og hálslæknir: Ýmsar rannsóknir á heyrn manna. Gunnlaugur Claessen lækn'ir: Um notkun Röntgensgeisla til sjúklinga- rannsókna og lækninga. Ólafur Gunnarsson læknir: Um liökreppur eftir berkla i mjaömarliöum. M. Júl. Magnús læknir: LTm málgagn fyrir læknastétt landsins.* Þórður J. Thoroddsen f. héraöslæknir: Um sóttnæmi holdsveikinnar. Fréttir. Mænusótt. 1 barn veiktist fyrir nokkrum vikum í H ö f ö a h v e r f i s- h é r a ð i, — mörg börn á heimilinu, en veiktust ekki. Barnið á batavegi, lamaður annar axlarvöövinn (m. deltoideus), annað ekki. Héraðslæknir segir annars gott heilsufar. Læknabústaðir. Á r n i Helg.ason gegnir nú Höföahverfishéraöi (settur), en segist ekkert húsnæöi geta fengiö framvegis og héraösbúar ófúsir aö koma upp lækisbústað (meö sjúkrastaö). Hann haföi ætlaö sér aö ílengjast i héraöinu, en er nú einráðinn í aö sækja ekki um þaö. Héruðin, sem eiga læknabústaöi, sitja fyrir — þangað sækja u n g i r læknar, sem vonlegt er. q q * Fyrirlestur þessi átti góöan þátt í því aÖ „Lbl.“ var stofnað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.