Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 179 Um blóðspýting. Prófessor Sophus Bang, sem lengi var yfirlæknir á heilsuhæli berkla- veikra í Silkiborg, hélt 16. nóv. s. 1., i Medic. Selskab, fyrirlestur um l)lóSspýting. Hann gat þess aö í öllum kenslubókum, þar sem um meöferð blóöspýtings brjóstveikra væri aö ræöa, væri ráöið til aö láta sjúklinginn liggja grafkyrran, aö gefa honum ríflegan morfínskamt til þess að kæfa niður hóstann, nota ís, gefa honum litla og létta fæöu, rannsaka hann sem varlegast, og láta hann liggja aö minsta kosti viku tíma, eftir að hann væri hættur að spýta blóði. Bang vildi nú færa sönnur á, aö þessi stranga aðferð væri ekki nauð- synleg, eða gæti jafnvel veriö skaðleg fyrir sjúklinginn. Hann sagði, að ef hóstanum væri haldiö niðri, safnaðist blóðið, er ætti að koma upp, fyrir í lunganu og gæti valdiö þar bólgu, er teföi fyrir batanum; ef hann fengi litla fæöu, yrði hann magnlítill og væri lengi aö ná sér aftur. Varleg rann- sókn væri leyfileg. Reynslan hafði kent Bang, aö ekki væri nauösyn- legt aö halda sjúklingum þessum rúmföstum, ef blóðspýtingurinn væri ekki því meiri. Hann lét sjúklinga, sem spýtt höfðu alt aö 300 grömmum af blóði, fara á fætur, ganga upp og niður stiga, vera í skýli úti og fara á setur (W. C.), eins og ekkert væri að, og varð ekki þess var, a,ð blóð- spýtingurinn versnaöi við þetta. Nefndi hann dæmi þar sem sjúklingi hafði verið haldið lengi í rúmi, án þess að blóðspýtingurinn stöðvaðist, en alt varð gott undir eins og hann var látinn fara á fætur. Bang studdi röksemdaleiðslu sína við rannsóknir er snertu blóðþrýst- inginn. Nefndi hann margar tilraunir er gerðar heföu verið, er sýndu, að þó að blóðþrýstingin i hinni meiri liringrás blóðsins ykist stórum viö vinnu og hreyfingu, þá ykist hún hlutfallslega lítið í hinni minni hringrás þess. Og af þessu mætti ráða, að sjúklingurinn ætti ekki á hættu að blóðspýt- ingur versnaði, þó hann hreyfði sig nokkuð. Hann heföi einnig orðið þess vis, að meira en helmingur sjúklinga þessara fengu blóðspýting meðan þeir láu í rúminu, helzt á morgnana, og var þar ekki hreyfingunni úm að kenna. Á eftir fyrirlestrinum voru umræður. Gerðu allir, er töluðu, góðan róm að máli lians. Sú athugasemd var gerð, að þyngdarlögmáliö gæti einnig komið til greina, á þann hátt að ekki bærist eins mikiö blóö til lungnanna þegar sjúklingurinn væri uppréttur, og þegar hann lægi flatur i rúminu, og voru menn því á því, að hefja höfuðgaflinn hátt i rúmum sjúklinga með blóðspýting (Vermehren). Líklega fara læknar nú smámsaman að vikja frá hinum ströngu reglum sem hingað til hefir verið fylgt, og væri það til mikils léttis fyrir sjúkling- ana og þá sem að þeim standa. En gott væri að fá enn þá meiri reynslu og sannanir. G. BR.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.