Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ i9í aS læknar endurgreiddu aögeröarkostnaö þeirra og ætti þá alt að koma í sama stað niöur fyrir lækna. Þó er það álit landlæknis, sem er þessu máli kunnur, aö hentugra sé aö viöhaldsskyldan hvíli á héruðunum en læknum. Álag vaxi oft upp í mikla upphæð, sem kemur ef til vill niöur á fátækri ekkju. Má því vera, aö réttara væri aö haga þessu svo sem Ól. Lárussdn leggur til. Um blóðspýting. Grein G. Br. um þetta efni þykir mér mjög eftirtektar- verö og mikil likindi til aö skoöun S. Bangs hafi við rétt rök aö styðjast. Á námsárum mínum í Höfn kyntist eg manni (Þorst. Erlingssyni, skáldi), sem lengi hafði gengið meö blóðspýting. Hann sagði mér, að hann hefði orðið leiður á að fylgja fyrirsögn lækna um kyrð og rúmlegu er til lengdar lét, og tók það ráð upp hjá sjálfum sér, að fara á fætur og ganga úti í hægðum sínum eins og ekkert væri. Sagði að sér hefði orðið þetta að góðu, og að hann hefði ekki orðið var við nein ill áhrif af því. Þetta vakti um- hugsun mína um málið og hef eg oft leyft sjúkl. með blóðspýting að vera á fótum, en að eins tekið þeim vara fyrir að reyna verulega á sig. Eg hefi ekki séð þetta verða neinum að meini, og held að full ástæða sé til þess að reyna þessa aðferð. Sjúklingunum er þetta miklu þægilegra og að ýmsu leyti heilsusamlegra en að liggja timum saman grafkyrrir í rúminu. Fyrirspurn. 'Við yfirsetukonurnar höfum engin samtök og ekkert niálgagn til þess að ræða vor mál og vernda vorn hag, og kom mér því til hugar að beina eftirfarandi fyrirspurn til Læknablaðsins. Hinn I. febr. þ. á. var eg sótt til að sitja yfir konu. Alt gekk í bezta lagi. Konan fór á fætur á venjulegum tíma og hefir verið heilbrigð síðan þangað til nú fyrir hálfum mánuði. Iiún vitjaði þá læknis vegna lasleika, og sagði hann henni, að partur af fylgju muni hafa orðiö eftir er hún átti barnið, og af því stafi sjúkdómur hennar. Saga þessi hefir síðan borist um um- dæmið og er sögð sem dæmi vankunnáttu minnar. Nú spyr eg Lbl.: Er það mögulegt, að kona, sem fætt hefir reglulega, hefir heilsast vel á eftir og verið heilbrigð í 9þo mánuð, geti gengið þennan tíma með part af fylgju i sér og veikst síðan af þeirri orsök? Ef þetta getur ekki komið til mála, þá vildi eg vekja athygli á því, hve mikill á- byrgðarhluti það er fyrir lækna að gefa ástæðu til þess að kviksögur berist út, sem spilla mannorði náungans. YFIRSETUKONA. * Svar: Fyrirspurn þessari er fljótsvarað, ef hjer er rétt skýrt f r á. Hafi konan verið algerlega heilbrigð i—2 mánuði á eftir fæðingunni, og blóðmissir verið annað hvort enginn eða reglulegur þennan tíma eða lengur, — þá er fæðingunni ekki um að kenna, og heldur ekki nein líkindi til þess, að partur af fylgju hafi orðið eftir. En hvers vegna leitaði konan læknis ? Líklega vegna þess, að blóðmissir hefir verið óreglulegur og þroti innan í leginu. Hve lengi hefir þá konan 'haft þennan k v i 11 a ? Hafi hann komið strax eftir fæðinguna en konan verið heilbrigð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.