Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 185 aö nálin nái örmum hornsins, myndast þá ferhyrningur eöa tígull, sem er alveg tilfinningarlaus eftir ca. 5 mínútur í húð, subcutis og fasciu. Ef dýpra þarf aö skera, hefi eg spýtt í sárbotninn ýú—1 dælu (infiltration), en einnig má gera þetta strax og spýta í tígul eða keilu niöur, og síöast i subcutis, en þá mun þurfa lengri nál, og varasamt að nota þaö á vissum stööum, þar sem verður aö varast cavum (t. d. peritonei). Þessa aðferð má alstaðar nota á yfirborði likamans, húð og slímhúð. Hún er alveg hættulaus með novocaini, enda þótt nokkru væri dælt inn í æð, en varast skal það og kemur varla fyrir, ef maður alt af spýtir inn vökvanum meðan nálinni er ýtt áfram. Gert hef eg mér að fastri reglu, að spýta aldrei inn í bólginn vef, þó mér virðist að Þjóðverjar geri það, auðvitað með varúð. Með þessari aðferð hefi eg tekið ganglia og lipom og þá dælt í tígul undir og kringum basis. Enn fremur opnað 3 sulli, er vaxnir voru við magál og einu sinni gert fyrri hlutann af Volkmanns sullaveikisoperatio. í öll skiftin injiceraði eg peritoneum parietale, áður en eg gat opnað það. Ekki varð eg var við shock, enda lítið handleikið peritoneum. Þetta er ágæt aðferð til að deyfa við sesectio cost., að eins verður þá að dæla dýpra inn að rifinu, er resecera á, ofan frá og neðan frá. Vel er einnig látið af þvi, að nota þessa deyfingaraðferð við herniotomi og operat. radicalis, en þar hefi eg enga reynslu og sleppi þvr þess vegna. Sama er að segja um appendectomia. Þá sný eg mér að leiðsludeyfing eða regionær anæsthesi, sem áður er nefnd. Mest hefi eg notað leiðsludeyfingu til þess að deyfa n. alveolaris, bæði áður en hann fer inn í kjálkann við lingula og þar sem hann kemur út um foram. mentale. Eg tek nú aldrei oröið tennur úr neðra skolti, þegar deyfingar er óskað, með annari aöferö, og skal eg því lýsa henni nánar. Eg nota record-dælu, sem tekur 1 gr. eða 5 gr., sýð hana ásamt lokinu af hylkinu í sódalausu vatni i 10 min. Mæli í reagensglasi 2 ccm. af aq. comm. eða destillata og sýð við sprittlampa, læt þar i eina töflu novoc.- adrenal. I og hleypi suðunni upp snöggvast aftur. Vökvinn verður þá 2ýú pct. og er það mjög hæfilegt við allar tegundir af leiðsludeyf. Helli síðan vökvanum í soðið málmhylkiö og sýg hann þaðan í dæluna. Þreifar maður nú eftir ramus ascendens mandibulae, sem mjög er misbreiður, þannig, að annar vísifingur er í munninum en hinn undir eyra. Síðan palperar maður lin. mylohyodea og stingur holnálinni, sem vel er fest í dæluna, innan við lin. fylgjandi beini, parallelt með mol. í neðra skolti, en y2—1 ctm. ofar, og venjulega 1—2 ctm. inn meö kjálkabeininu. Er þá víst að hitta taugina; sést það á því, að sjúkl. kvartar um sársauka í kjálkanum. Þó er ekki nauðsynlegt, að fá þessa reaktion, af því að oftast deyfist samt sem áður, ef spýtt er inn 2 ccm., en bíða verður maður alt að hálfum klukkutíma. Sjúkl. finnur dofann fyrst í neðri vörinni og tungunni sama megin, og kemur misjafnlega fljótt fram. Fer það eftir því, hvort taugin er vel hitt (endoneural injectio) eða illa (perineural inject). N. lingvalis deyfist einnig um leið og gerir það engan skaða. Með þessari aðferð má þá taka tennur úr hálfum neðra skolti með engu meiri tilkostnaði eða fyrirhöfn, en vanalega er notuð við eina tönn, þegar notuð er tannholdsdeyfing, eins og enn þá mun víða siður. Þessi aðferð veldur þar að auki engum sársauka og eins liægt að nota hana, þó að grafi kringum tönn. Alveg er óhætt að deyfa beggja vegna i einu, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.