Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 187 Stéttarmálefni. Nýlega hefir landlæknir leitað upplýsinga um tekjur héraöslækna handa launanefndinni til afnota. Finst mér nú sjálfsagt, aö héraSslæknar neyti þess aö þeir eiga sjálfir málgagn og ræSi þetta mál frá sínu sjónarmiSi. Margir læknar geta af eigin reynslu lagt orö í belg um þaö, hvaS kjör þeirra eru enn þá bágborin og öll þeirra störf og stéttarmál misskilin. Núverandi landlæknir hefir látiö sér mjög ant um aö bæta kjör lækna og talsvert oröiö ágengt, sbr. síöustu læknaskipunarlög og gjaldskrána, en hann hefir engan eöa litinn stuöning haft frá læknastéttinni gagnvart þinginu, og er þaö þó auövitaö mikils vert til fylgis og framgangs. Þrátt fyrir þessar endurbætur er sannleikurinn sá, aö varla er líft í helmingi læknishéraöanna, og þau síður en eftirsóknarverö, svo aö réttast væri aö vara ungu læknana alvarl. viö þeim. Eg sótti um eitt slíkt héraö á Norður- landi, dvaldi þar í tvö ár og hefi margreiknaö, aö eg muni hafa tapaS 500 kr. á því flani; mörg héruö eru þó lakari af því aö þarna bjó gott fólk og efnaö, og praxis reyndist því mjög viss, en því er varla aö heilsa al- staöar. Praxis var þar um 250 kr., tekjur þvi alls 1750 kr., mátti treyna þetta til fæöis, fata og húsnæSis, en þaö er ekki nóg fyrir lækni; hann þarf aö afborga námsskuldir, afborga verkfæri og kaupa nýjar bækur og tímarit. Til þess fer aö jafnaSi um 6—800 kr., er þá eftir meöal verk- mannskaup. Þetta eru smánarlaun fyrir stööu, sem er jafn ófrjáls og erfiS og héraSslæknastaöan er á íslandi. En læknar lifa ekki á 800 krónum, neyðast því til aö veltast áfram i skuldunum, hafa sem fæst verkfæri og ódýrust og kaupa sem minst af bókum og timaritum. Þeir veröa aö drepa hjá sér alla námfýsi eins fljótt og þeir geta, af því aö alla getu vantar; er þó læknisfræöin helzt látandi í askana (nothæf) aö dómi alþýðu. Góöar handbækur eru nauösynlegar, en þær eru dýrar, og hvaS margir hafa ráö á aö kaupa þær? Læknarnir missa allan áhuga á sínu starfi og láta reka á reiðanum. Fólkiö missir alla trú á þeim og þeirra starfi. Þetta ástand er óþolandi fyrir stéttina og þjóö- ina. Þjóöin metur góða lækna, og þaö ætti henni að skiljast, aö læknarnir veröa því aö eins nýtir og góöir, aö þeir hafi nægilegt í sig og á, og þar aö auki nægilegt til aS afla sér frekari mentunar, meö því aS kaupa sér ný verkfæri, tímarit og bækur, og lagt upp svo mikið, aö þeir geti fariö utan 5.—10. hvert ár til náms og notað þann styrk, sem ætlaöur er til þess í fjárlögunum. Nánar tiltekið þarf fyrst og fremst aö hækka föstu launin upp í 2000—2500 kr., og uppbót á lökuslu héruöunum. Dagpeningana er nauösynlegt aö hækka og lagfæra, helzt í þá átt, að 1 króna sé um klukkustund fyrstu 6 klukkustundirnar, 50 aurar næstu 6, en 30 til 50 aurar úr því, þó ekki yfir 12—15 kr. yfir sólarhring. Þetta er lítil hækkun frá því sem er, en jöfnuður, því engin ástæöa er til, aS þeir, sem nærri lækni búa og minna þurfa a^ö kosta til hesta og fylgdarmanna, komist léttar af meS lækniskostnaö. Þetta bætir kjör lækna talsvert. Allir alþýöumenn, sem eg hefi talað viö um dagpeningana, hafa álitið þá hlægi- lega lága. Nú fær maður engan, hve lélegur sem hann er, til þess aö vinna stritvinnu fyrir 30 aura um tímann, og öllum hefir komið saman um, að heldur vildu þeir „moka skít allan daginn, en feröast á misjöfnum hestum.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.