Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1918, Side 4

Læknablaðið - 01.04.1918, Side 4
LÆKNABLAÐIÐ 5° einum „leiðara" í annan. Geislarnir hlaSa loft-„molekylana“ rafmagni. þannig aö' loftiíS einangrar ekki eins og venjulega. Þetta má sýna meS „elektroscop", og hefir þarna fundist mjög nákvæm aöferð til aS sýna tilveru ósýnilegra geisla. 3. Áhrif á hold; verfiur nánar vikiö aS því síöar. Þegar Becquerel haföi fundiö úraníum-geislana, kom mönnum fljótt til hugar, aö fleiri efni kynnu atS vera radioactiv, og tókst f r ú C u r i e og maður hennar, sem var prófessor í eölisfræSi viö Sorbonnen, á hendur aö kanna radioactivitet allra frumefna, sem þá þektust. Auk úraníums reyndist aö eins t h o r i u m geislandi. Frú Curie tók því næst ao kanna geislakraft jarötegunda, og varö sú rannsókn til þess, aö hún fann radíum. Þaö fanst í Pechblende, sem unnið er til glergerðar vegna úraníum-sambanda, sem í því eru. Frú Curie fann skjótt, aö í Pechblende bjó miklu meiri geislakraftur en svo, aö þaö gæti orsakast af úraníum eingöngu. Hún ályktaði því, aö í þessari jarðtegund hlyti aö vera áöur óþekt efni, meö mörgum sinnum meiri geislakrafti en áður haföi þekst. Þaö var því siöur en svo, aö hún fyndi radíum fyrir tilviljun eina. Pechblende fékk frú Curie frá Joachimsthal í Bæheimi; austurríska stjórnin var svo rausnarleg, aö senda frúnni eina smálest af þessari dýrmætu jarðtegund til Parísar. Jarötegundina klauf írú Curie í ýmisleg kemisk sambönd og varö svo aö kanna radioactivitet hvers einstaks sambands út af fyrir sig. Radíumsöltin fann hún loks í sambandi viö barium. Meö spektralanalyse sannaöi hún aö um nýtt efni væri að ræöa. Síðar tókst henni að framleiöa hreinan radxum-málm, sem er hvítur aö lit og bráönar viö 700 stig. Til þess aö framleiða radium úr einni snxálest af Pechblende þarf rnargar smálestir af kemiskum efnum, ósköpin öll af vatni, rnikinn vinnu- kraft og húsakynni. Rúmlega 20 .centigrömm telst til að fáist úr hverri smálest af jarðtegundinni. Er því ekki aö furða, þótt radíum sé afar dýrt efni. Alls hafa fundist ca. 40 ný radioactiv efni. Skiftast þau í fjóra flokka, eftir skyldleika, og eru flokkarnir kendir viö úraníum, thoríum, radíum og aktiníum. Síöan radioactiv efni fundust hafa hlotið aö breytast hugmyndir efna- fræöinga unx frumefni og óbreytanleik þeirra. Radíum hefir sérstaka atómuþyngd, kernisk sambönd og spectrum, og hafa þetta verið talin - örugg frumefnaeinkenni; þó geta myndast önnur efni af radíum undir sérstökum kringumstæöum. Efnin eru nx. a. heliurn og blý. Þetta getur auðvitað ekki samrýmst þeim hugmyndum, sem rnenn hingað til hafa gert sér urn frumefni. Atómur eru ekki minstu efnispartar né óbreytan- legar. í atómum radíums og annara radioactiv efna er mikill órói og breytingar ; þær klofna í enn þá minni parta — e 1 e k t r ó n a — senx eru örlitlir efnispartar hlaönir rafnxagni. Radioactivitet efnanna feemur vel heirn viö þetta ástand atómanna; atómurnar eru hlaönar fleiri elektrón- um en þær fá haldið saman og radioactivitet er í því falið, aö atómur springa — verður e. k. explosion — örsmáir partar, hlaðnir rafmagni, þeytast út frá efninu. Hefir beinlínis sannast, aö sumir radíumgeislar eru sama eðlis og kathode-geislar, þ. e. a. s. straumur af elektrónum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.