Læknablaðið - 01.04.1918, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ
50
geymd á hlýjum stað, geta gerlarnir margfaldast afskaplega á stuttum
tíma, t. d. einum sólarhring, án þess að matvælin breyti útliti, en smitunar-
hættan vex margfalt. Annað einkenni paratyfus og flokka hans er myndun
hitafastra eiturefna, þ. e. a. s. efna sem þola jafnvel suðu. Getur því t. d.
kjöt, sem parat. hefir vaxið í, verið eitrað, þótt gerlar allir séu drepnir
meö suðu. Orsök til paratyfuslandfarsóttar er oft smitaður kjötskrokkur;
af því að neyta hans sýkist þá í e i n u heill hópur manna, venjulega á
sama stað. Sama gildir náttúrlega um önnur matvæli. S.chottmúller segir
líka að það sé einmitt einkenni parat. landfarsóttar, að hún sé takmörkuð
á einum stað, byrji skyndilega, margir sýkist á sama tíma, en hverfi til-
tölulega fljótt. Segir að þetta bendi á sameiginlegan uppruna, en að veik-
in berist lítt mann frá manni, miklu síður en við tyfus.
Einkenni. Paratyfus getur komið fram í ýmsum myndum, en aðallega
þó i tveimur: seríi venjuleg taugaveiki og sem gastroenter-
itis acuta. í taugaveikisgervinu líkist parat. að flestu leyti
tyfus, þess vegna kallar líka S.chottmúller hann parat. abdominalis * Þó
hefir verið bent á ýms einkenni, sem eiga að geta gefið grun um, að
um parat. sé að ræða. Undirbúningstími styttri, 3—6 dagar, veikin byrjar
oft allskyndilega og oft með reglulegum kuldaskjálfta, verkjum í ,,maga“,
niðurgangi, ennfremur oft herpes, sem er mjög sjaldgæfur við tyfus. Venju-
lega er parat. vægari en tyfus, hitinn heldur sér skernur, og sjúkling-
arnir ekki eins þungt haldnir. Talið er og að eigi deyi meir en h. u. b.
1 °/o sjúkl. Afturköst (recidiv) eru og talin miklu sjaldgæfari en í tyfus.
Horfur eru því miklu betri. En eins og áður er sagt, er oftast algerlega
ómögulegt að greina parat. frá tyfus, með þeim tækjum, sem læknar al-
ment hafa. Eina ráðið er því aö’ rækta sýklana frá blóði, sítur og þvagi
í byrjun sjúkdóms, eða nokkru seinna gera Vidalkönnun á blóðvatni
sjúkl. á sama hátt og við tyfus.
Gastroenteritis paratyphosa líkist algerlega gastroent. af
ýmsum öðrum ástæðum og veröur því að' eins þekt með því að rækta frá
saur, eða við Vidalskönnun, sem j)ó ósjaldan er neikvæð. Eins og áður
er um getið myndar parat. hitaföst eiturefni og oft virðist gastroent.
stafa af jæssu eitri einu án lifandi gerla. í samræmi við j)að byrja ein-
kennin þá oft fáum stundum eftir að einhvers matar hefir verið neytt.
Auðvitað finst j)á ekki parat. gerillinn í saurnum. Þessar gastroent. eru
stundum banvænar og einstöku sinnum svo ákafar, að þær likjast kóleru
og drepa sjúklinginn innan sólarhrings. Hefi eg séð' það tvisvar.
Auk parat. orsakast þannig lagaðar gastroent. acutæ af flokksbræðrum
hans. Eru þeir oft slæmir gestir á hitatímum á sumrum, ekki minst á
spítölum og öðrmn mannmörgum stofunum. Ber það oft við að lækarnir
á spítölum i Höfn eru í hálfgerðu kjötbindindi i júlí og ágústmánuðum,
ef miklir hitar ganga. Einkum þykir kálfskjötið ískyggilegt, þótt góm-
sætt sé og vel til reitt.
Eitt mjög mikils vert atriði skal eg minnast á að lokum Uhlenliutn og
Húbener halda því fram, að paratyfus sóttkveikjan geti tímgast utan lík-
amans og þá sennilega haldið sig þar árum saman. Ekki eru menn þó
* Landlæknir Guðm. Björnsson kallar fiann taugaveikisbróðir,