Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 14
8 LÆKNABLAÐIÐ greining getur gefiS vissu fyrir því, hvort fæöi sé yfirleitt svo gott aö lifa megi af því. Menn og dýr geta hvorki þroskast né þrifist þó þau fái nóg af léttmeltanlegum og óskemd- um eggjahvítuefnum, kolvetnum og fitu, og jafnvel ekki þó hlutföllin séu í besta lagi, •— svo framarlega sem þessi aukaefni eöa bætiefni vanta, eða þau ólífrænu sölt (calcium, natrium og klórsambönd) sem kunna aö vera af skornum skamti í fæöunni. Þá hefir þaö og komiö í ljós,- aö mikill rnunur er á þvi, hver eggjahvít- an, fitan eöa kolvetnin eru. Efni þessi eru misjafnlega samsett, sérstak- lega eggjahvituefnin og 1 a n g t f r á þ v í a ö v e r a j a f n g i 1 d þó óskemd séu og auðmeltanleg. Kveður svo mikiö aö þessu, að dýr g e t a alls ekki þrifist á sumum tegundum af eggjahvítu, þó auömeltar séu og óskemdar, og nægilegt meö af kolvetnum og fitu. Hvaö sjálf vitaminin eöa bætiefnin snertir, þá segir E. V. McCollum, aö pau séu aö eins 2: A - e f n i, sem leysist upp í fitu og B - e f n i, sem leysist upp í vatni og vínanda. Annars er ekki nánar kunnugt um sam- setningu þeirra og svo lítið þarf af þeirn, að þau minna á ferment eöa katalysatora (efni sem valda efnabreytingum en breytast ekki sjálf). Aliar korntegundir og jurtahlutar, sem næringarforöi safnast sérstak- lega í (kartöflur, rófur) eru mjög snauöar af A-efninu og vantar auk þess nokkur ólífræn sölt. Þá er og eggjahvítan af skornum skamti, og ekki alls kosta fullnæg'jandi. Þessar fæöutegundir eru því engan veginn fullkomin fæöa, eins og sjá má á eftirfarandi tilraunum með rottur: i. Hveiti fæði eingöngu: Enginn vöxtur. Stutt lif. ?. Hveiti -f nreinni eggjahvítu: Enginn vöxtur. Stutt lif. 3. Hveiti + söltum: Mjög litill vöxtur. 4. Hveiti -f smjöri (A-efni) : Enginn vöxtur. 5. Hveiti + eggjahv. + söltum: GóÖur vöxtur um tíma. Fáir eða engir ungar. — Stutt líf, 6. Hveiti + eggjahv. + smjöri: Enginn vöxtur. Stutt líf. 7- Hveiti + söltum + smjöri: Allgóður vöxtur um tíma. Fáir ungar eða engir. Stutt líf. j 8. Hveiti + eggjahv. + söltum + smjöri: Góður vöxtur. margir ungar, sem þrifast vel. Eðlilega langt líf. Hveitiö þarf þá ekki litla viðbót ti! þess að vera góð fæöa og gild. Aftur geta dýr þrifist á hveiti og hveitiheyi (blöðunum). Þaö sem kornið vantar, finst aö mestu í blöðunum. Sama má segja yfirleitt um aörar korn- tegundir. Þetta kennir vel heim viö þá daglegu reynslu, aö fénaðttr hefir íull þrif af heyi, er þaö étur jurtina alla eins og hún leggur sig með blöö- um og fræi. Ef nánar er gáö aö, taka öl! dýr tillit til þessa. Fug'lar tína margs kenar fræ og éta auk þeirra orma. Aftur drekka rándýrin fyrst og íremst blóðiö úr dýrunum og éta síðan lifrina og stóru kirtlana, en kjötiö siðast. Úr beinunum hafa ])au nauösynleg sölt. Ef urígum rottum er gefin hrein (kemiskt hreinsað casein) eggjahv.. hrein kolvetni, fita og hæfil. sölt, alt í þeim hlutföllum, sem talin eru hentug, lifa þær engu lengur en þó þær fengju enga næringu! Bæöi A- og B-efnin vanta.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.