Læknablaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 16
10
LÆKNABLAÐIÐ
Læknisleysið i fámennu héruðunum.
Frá næsta nýári aö telja, komast. lélegustu héruöin í hæsta launaflokk.
Læknar munu yfirleitt hlyntir ])eirri stefnu, sem tekin hefir veriö af lög-
gjafarvaldinu, þó a'ö ýmislegt sé athugavert viö flokkunina sjálfa, þvi
hún bvggist á fólksfjölcla og tekjum o. fl., sem mjög getur verið breyti-
iegur á stuttum tíma og þaö árlega. Aö launa best smáu héruöin, mun
aöallega gert, til að tryggja þeim lækna, og til aö gera þau lifvænleg fyrir
læknana. Liggur því nær aö halda, að sum þeirra standi eigi árurn saman
auð framvegis, eins og veriö hefir undanfarandi. En þeir sem álíta, aö þaö
eitt sé nóg til að tryggja fámennari héruöunum lækna, aö launa þeirn sæmi-
lega, þeim skjöplast illa sýn. Læknar láta ekki ginna sig eins og þursa
meö peningum. Ungir læknar hugsa mest urn frama sinn og framtíðargengi.
Þaö er efalaust stor þáttur í aö gera þessi fámennari héruö vistleg fyrir
læknana, aö launa þau sómasamlega, svo læknirinn lendi þar eigi í fjár-
hagslegum vandræöum. En meira þarf, ef duga skal. Sérstaklega þurfa
læknar aö eiga vist húsnæði í þessum héruðum, — vísa bústaöi, sem hér-
uðin eigi, og þeir geti gengið aö gegn hæfilegri leigu. Ennfremur þurfa
keknarnir. sem lenda i þessum héruöum — og þaö tel eg hvaö þýöingar-
mest, — að eiga það víst, aö komast úr þeim í betri héruðin, eftir því sem
þau losna.
Áöur fyrri fóru ungu læknarnir í fámennari héruðin, meö þeirri óbifan-
legu von og vissu, aö fá Letri héruð, eöa standa betur aö vígi með aö fá
betri héruö, eftir að hafa þjónað þeim en ella. Á síðari árum hefir brugðiö
skugga vfir þessa von læknanna, og þaö ekki aö ástæöulausu.
Ungu læknarnir forðast nú orðið lélegri héruðin, eins og heitan eldinn.
Mun það stafa af því, aö minna er þar að gera en i þéttbýlli héruðunum,
iæknis vitjaö litiö heima fyrir; löng og erfið feröalög taka rnestan tíma
þeirra sem þar eru. Þetta mun þó eigi út af fyrir sig fæla læknana frá
héruðum þessum, heldur einkum það, aö veitingavaldiö virðist vera þeirrar
skoðunar, að þessi héruö séu svo rýr, aö læknar geti eigi lært þar; frekar
tínt þar niður fræðum sinum, en aukiö þau. Og þar af leiðandi viröast
svo læknarnir stundum vera látnir gjalda þess, en eigi njóta, að þeir hafa
ient í þessum héruöum. Sé þessi skoðun veitingavaldsins á rökum bvgö,
þá er hún í mesta máta holl fyrir ungu læknana, því eðlilega er hér sem
annarstaöar ,,prævention better than cure“. Gagnvart heilbrigðismálum
landsins er hún á hinn bóginn mjög varhugaverð, því hún eykur læknis-
leysið i héruöunum, gerir þaö að verkum, að læknarnir forðast þau, eins
og heitan eldinn.
Er þessi skoðun veitingavaldsins á rökurn bygð? Þaö er alvarlegt mál,
að þjóðin skuli gera kröfu til 12 ára undirbúnings starfi læknanna, ef allur
þeirra lærdómur á svo að fara út i veður og vind, Jjegar starfið er hafiö,
þó í lélegri héruðunum sé, þegar reynslan. og æfingin kemur til greina. Að
minsta kosti er það augsýnn þjóðarhagur, að einskis sé ófreistað, bæöi af
hálfu veitingavaldsins og læknastéttarinnar, til þess aö fyrirbyggja jafn-
hraklega útkomu og þetta virðist vera. Eg fyrir mitt leyti er sanniærður