Læknablaðið - 01.03.1921, Qupperneq 8
38
LÆKNABLAÐIÐ
Og hvar eiga svo börnin a'S vera? Fyrst um sinn getur ekki veriö um
annað að ræða, en að koma þeim fyrir á heilbrigöum heim'ilum. Ekki er
það ólíklegt, aö margir veröi ófúsir á aö taka slík börn á sín heimili,
sérstaklega ef ung börn eru þar fyrir, því erfitt er fyrir lækni aö ábyrgj-
ast, aö ]>aö sé hættulaust og flestir hafa nóg með sift. Eftir lögunum er
enginn skyldur til þess. Eg er alvarlega hræddur um, að framkvæmd
þessa reynist erfið, og er þó um gott mál aö ræða.
Ef ókleift reyndist að koma börnunum fyrir á góðum heimilum, verður
ekki um annað aö gera, en að koma á fót sérstökum1 barnaheimilum í
hverju læknishéraöi og mætti þá auövitað hafa ])ar fleiri börn en frá
Veikindaheimilum. Nefndin gerir að vísu ekki ráð fyrir, að fyrst um
sinn komist slík heimili upp nema í Rvik, en nokkur ástæða er til þess
að óttast, að hvervetna verði erfitt að ráðstafa börnunum, meðan ekki
eru til barnaheimili, sem njóta góðs álits hjá almenriingi. Aðgætandi er,
að börnin verða miklu flei.ri en nefndin hefir gert ráö fyrir. — Aftur get
eg ekki lagt mikið upp úr sumarhælum barna, síst fyrir aðra en Reyk-
víkinga. Á sumrin eru börain' úti og miklu betur sett en á vetrum. Hvað
á svo að gera við þau yfir veturinn, hættulegasta tímann?
Þá er þriöji erfiðleikinn og hann hvað mestur. Hæjtt er viö, að flestir
foreldrar leggist á móti því með hnúum og hnefum, að börn séu tekin
frá þeim. Kæmi því þaö ákvæði jafnaðarlega til greina, að skera úr hve
nær „mikil hætta“ sé á smitun og mikil er húri ætíö, ef börn eru samvist-
um við smitandi sjúkl. í sama herbergi, ekki síst svo litlu sem baðstofur
vorar eru. Eg skal ekki miklu spá um ])að, hveru tækiist aö framkvæma
þetta, en mikil hætta er á því, að hlífst yröi viö ])ví aö taka börnin og
ekki ólíklegt, ef því væri harðlega framfylgt, aö slíkt leiddi til þess, að
forðast yrði í lengstu lög aö leita sér læknishjálpar. — Að eg lit svo svart
á þetta, sprettur af reynslu tninrii viö holdsveika o. fl. Vera má að öðrum
gangi betur nú.
Þá er annað atriðiö: Sjúklingarnir. Lögin segja, að þeir eigi
að fá „ókeypis vist í heilsuhælum, sjúkraskýlum eða sumarhælum barna“.
Að miklu leyti getur ])etta ekki komið til framkvæmda að svo stöddu,
vegria þess, að húsnæði og annan undirbúning vantar. Hvað heilsuhæli
snertir, erum vér betur á vegi staddir en flestar aði-ar þjóðir* og þó hrekk-
ur það skamt. Utan Vífilsstaða ætlast neíndin til að séu 30—40 rúm fyrir
berklaveika í sjúkrahúsum héraðanna, en þó ekki nema á 5 stöðum.
Vissulega verður það óhjákvæmilegt, að sjúkrahús héraðarina geti skotið
skjóli yfir berklaveika sjúklinga, en liklegt þykir mér, að flestir vilji
bjargast við sjúkrahús sins héraðs, ef nokkuð er, meðan ekki er leitað
til heilsuhælis. Það er oft erfitt urti hávetur aö koma sjúklingum, þó ekki
sé nema til næsta héraðs, jafrivel erfitt að flytja þá innan héraðs, oft og
einatt með hitaveiki.
* 1915 voru í Þýskalandi 16000 sjúkrarúm á heilsuhælum. Það svarar til þess að
hér væru rúml. 20.