Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1921, Síða 16

Læknablaðið - 01.03.1921, Síða 16
46 LÆKNABLAÐIÐ Anevrysma art. hepat. (post influensam). Um þaö ritar Stefán Jónsson docent, all-lang-a grein, Hefir einn sjúkl. dáiö úr því á Landakotsspítala og St. J. rannsakað meinsemdina. Sjúkd. er er afar fágætur og hættu- legur. — (Nr. 52 '20). F r é 11 i r. Læknafélag Reykjavíkur. Aukafundur 7. mars, eftir beiöni nefndar þeirrar i efri deild alþingis, sem hefir lyfjaeinkasölufrumvarpiö til meö- ferðar. á’ildi nefndin heyra álit L. R. um frumvarpiö. Halldór Steirísson skýröi frumvarpið fyrir fundinum, og uröu síðan töluveröar umræöur meö og móti. Aðalmeðmælendur voru landlæknir og Sæm. pa'ófessor BjarnhéÖirisson, og þeir þingmennirnir Magnús Pétursson og Guöm. Guö- finnsson, en Þ. Thoroddsen og Júl. Halldórsson voru frumvarpinu alger- lega mótfallnir. G. Thoroddsen þótti málið illa urídirbúið, sérstaklega vanta allar kostnaöaráætlanir og kom meÖ tillögu til fundarsamþyktar: „L. R. álítur frumvarpið um einkasölu á lyfjum ekki nægilega undirbúið til þess að geta sagt álit sitt um þaö að sinni.“ Greiddu 8 atkvæöi með en 6 á móti, og var tillagan fallin, en aörar ályktanir voru þó ekki .geröar. Fundur 14. mars. Stefán Jónsson dócerít talaöi um ístökuna á Reykja- víkurtjörn, hafði gert rannsóknir á gerlafloru vatns og íss úr tjörninni. — Jón H. Sigurðsson, héraöslæknir, hóf umræöur um frv. berklaveikis- nefndar um læknaskipun í Rvik, og taldi ýmsa ánnmarka á þvi, þótti var- hugavert, að hafa engan lækni í Rvík, sem skyldur væri aö lögum til þess aö gegna sjúklingum á hvaöa tíma sem er. Sóttvarnarlæknirinn taldi hanrí óþarfan, og voru flestir fundarmenn honum þar sammála. Hjónavígslur, fæðingar og manndauði 1876—1919. Eftirfarandi yfirlit er tekiö eftir marsblaöi Hagtiöinda: Fljónav. Fæö. Mannd. %o %o %0 1876—’85 .... 6,7 31.4 24.5 188Ó—'95 .... 7.2 31.0 19.5 1896—'05 .... 6.4 28.9 17.1 1906—’i5 .... 5.9 26.8 15.2 1916 ......... 6.4 26.0 14.5 i9U .......... 6.0 26.7 12.0 1918 ......... 6.5 26.4 16.1 1919 ......... 6.7 25.4 12.6 Óskilgetnum börnum hefir sifelt farið fækkandi. 1876—'85 voru 'þau 20.2% fæddra barna, 1919 aö eins 11.2%. Eins og yfirlitið ber með sér, hefir fæöingum fækkaö til mikilla muna og er þó ekki verjum um þaö að kenna, síst i sveitum vorum. Aftur hefir manndauöi minkaö miklu meir, og mannfjölgun því aukist. Þaö er auö- séö á þessu, aö „meríningin" eykst. Hjónavigslum hefir lengi fariö smá- fækkandi, en aukist síðustu árin. Manndauöinn sjálft inflúensuáriö, 1918, er engu meiri erí var í meðalári fyrir nokkru.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.