Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 4
66 LÆKNABLAÐIÐ Akureyri ............... 64 sjúkl. Glæsibæjarhreppur...... 22 — Saurbæjarhreppur ....... 20 — Hrafnagilshreppur...... 4 — Öngulsstaöahreppur .... 4 sjúkl. Svalbaröshreppur ......... 2 — Skriðu- og Öxnadalshr. . . 2 — Arnarneshreppur ......... 2 — Samtals .... 120 sjúkl. Eftir þessari skrásetningu bjóst eg við, aö barnasmitun væri mest 1 Saurbæjarhreppi, aö minsta kosti utan Akureyrar. Því í Saurbæjarhreppi hefir í mörg ár veriö tiltölulega langflest af berklaveikum. (Sjá Stgr. Matth.: Mannskæðasta sóttin. Akureyri 1919). í hlutfalli við fólksfjölda eru þar nærri þrefalt fleiri berklaveikir en á Akureyri og lika um þrefalt fleiri en i Glæsibæjarhreppi. Mér kom jivi kynlega fyrir, aö meiri brögð skyldu vera að smitun barna, bæði í Skriðu-Öxnadalshrepp og Arnarnes hreppi, heldur en i hinum illræmda Saurbæjarhreppi. — Hvernig víkur þessu við? Eg hygg, að hér um sé líkt að segja og berklaveikisnefndin segir um Síðuhérað, samkvæmt hinni eftirtektaverðu rannsókn Snorra kollega Halldórssonar, „smitendur hljóta að vera þarna, þó lítið beri á veikindum“. (Nefndarálit. bls. xxxvii). Að ekki eru hins vegar fleiri börn smituð i Saurbæjarhreppi en raun er á, hygg eg vera ef til vill því að þakka, að þar er orðin meiri varasemi gagnvart berkla- smitun en annarstaðar í héraðinu, þar sem veikin er fátíðari. En hvað sem um tölu smitaðra má segja, þá veit eg það víst, að tala berklasjúklinga er há í Akureyrarhéraði og hærri en i flestum öðrum landshlutum, eins og sjá má i Nefndaráliti Berklaveikisnefndarinnar. Því eg vil ekki trúa því, að við læknarnir i þessu héraði teljum betur fram en allir aðrir læknar á landinu. Það er t. d. íhugunarvert, hve dánartalan er tiltölulega há í Skagafjarðarsýslu, í hlutfalli við skráða sjúkl. Getur það ekki legið í, að veikin sé illkynjaðri í Skagafirði en í Eyjafirði? Mér er grunur á, að svo sé, og eins í Múlasýslum og víðar, þar sem berklar valda meiri manndauða en í Akureyrarhéraði. Er það ekki misjafnt hve ýmsir landshlutar eru næmir fyrir sýkingu, og hve veikin er misjafnlega rnann- skæð? Mér er grunur á, að svo sé, eftir jieirri reynslu, sem eg hefi fengið um útbreiðslu veikinnar í Akureyrarhéraði þau 14 ár, sem eg hefi þjón- að þar. Því eg liefi ætið furðað mig á, hversu sumir hrepparnir hafa sloppið við veikina, — eða þó þeir hafi ekki sloppið, þá verið harðir ; horn að taka. Veikin hefir til þessa veriö aðallega bundin við ákveðna hluta héraðsins, en lítið eða svo sem ekki í nokkrum hreppum. Er þaö ekki eitthvað svipað um landið í heild sinni? Berklaveikisnefndin hefir ekki haft nægan tíma né gögn í htendi, til að rannsaka þetta spursmál. Yfirhöfuð þarf margt að rannsaka í íari berklaveikinnar hér á landi. Hygg eg, að margt gaati komið í ljós, sem fróðlegt væri öllum þjóðum. Það á ekki að nægja, að dæma alla hluti hér eftir því, sem útlendir læknar segja um önnur lönd. Og hæpið er líka að hafa fá gögn, önnur en skýrslur héraðslækna, sem eru auðvitað mis- iafnar, ])ar sem þær annars eru færðar. Hvimleiðast finst mér þó, að berklaveikisbók Reykjavíkurhéraðs skuli aldrei hafa verið haldin. Rannsóknin þarf að vera raunverulegri en skjalagrúsk. Og eg vil enn. eins og eg hefi 'fyr látiö i ljósi, stvðja þá tillögu (sem próf. Guðm. Hannes-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.