Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 16
 LÆKNABLAÐIÐ úr honum dregiö. Þetta sést best á því, a'ð á New Zealand hefir manndauði frá 1900—1915 aldrei komist upp í n%e en oftast verið liðl. 9%0. Fyrir- myndarborgirnar sumar hafa komist enn lægra (7—8%c). — Vér get- unr því sennilega komist drjúg-um lengra áleiðis! F r é 11 i r. t Jacques Ludvig Borelius prófessor í kirurgi við háskólann í Lundi, lést 16. mars síðastli'öinn, 62 ára að aldri (úr leukæmia). Hann var talinn með allra fremstu læknum Svía, og einna snjallastur operator á Norðurlönd- um. Prófessor í kirurgi varð hann 1898. M. E. Frá læknum. Sigvaldi Kaldalóns, héraðsl., liggur sem stendur á Vífils- stöðum, en fer bráðlega utan. Fótaferð hefir hann haft undanfarið, en er þó mjög heilsutæpur sem kornið er. — Jón Ólafsson Foss er farinn utan. — Kristján Ivristjánsson, héraðsl. fer bráðl. að heiman, til lækninga. — Jón Kristjánsson læknir fór nýl. til útl. til þess að kaupa áhöld o. fl. Læknasetur. G. H. fór þess nýl. á leit við Stjórnarráðið, að það léti húsa- gerðarmeistara landsins gera fyrirmyndaruppdrætti, að læknasetrum og sjúkraskýlum af mismunandi stærðum. Var vel í það tekið, en líklega dreg'st þó framkvæmd þessa nokkuð, vegna annríkis húsanreistara. Merkistíðindi eru það, að Röntgónstofnunin hefir nú 1 æ k n a ð 50 g e i t n a s j ú k 1 i 11 g a. ,.Eigum við ekki að taka saman höndurn um það, að útrýma geitum úr landinu?" sagði G. Cl. við mig nýl. Eg læt spurninguna ganga til héraðslækna. Athugið, að hver einasti geitna- sjúkl. hefir ótrúlega skapraun af sjúkd. sínum, og margir verða blátt áfram að aumingjum. Grafið upp geitnasjúkl. og læknið þá með eða án Röntgen! Enginn rná undansleppa! Röntgenlækn. er fljótust, sársauka- laus og vissust. — G. H. Akureyrarspítalinn dregur fé úr öllum áttum eða réttara Stgr. M. Sam- korna var haldin fyrir nokkru til ágóða fyrir hann, og komu inn 900 kr. Heitið er á héraðsbúa víðsvegar, og annað gott fólk, að styrkja spítalann árlega, þó ekki sé nema með nokkrum pundum ullar eða einni ábreiðu, rekkjuvoð eða þvíl., og mun hafa fengið góðar undirtektir. Hér sýðra hefir verið safnað til berklahælis nyrðra. Þá er tekið að kenna þar hjúkr- unarfræði, og fá 2 hjúkrunarnemar aðgang i senn. Ráðgert er, aö slíkt námsskeið standi a'ð eins 3—5 mánuði. Taugaveikin á Húsavík er nú horíin. Bóluefni sendi Stefán Jónsson norður, eftir tilmælum G. H., og svo var bólusett í krafti. Sennilega hefir þetta hjálpað. Læknafél. Rvíkur. Fundur 9. maí. Rætt var urn: — 1) Næturvörð lækna i Rvík, og læknishjálp á sunnudögum. Hefir ekkert skipulag á þessu veriö undanfarið, og leitt til vandræða. Samþykt var: lYngri læknar en 55 ára (sem starfa í Rvik) skulu skyldir að taka þátt í sunnudaga- og nætur- verði til skiftis. Skyldi siðar afgert, hversu nánara fyrirkomulag yrði. en skipulagið komast á 1. júní. — 2) Tillaga frá húsnæðisnefnd- um að brevta lögum, og ákveða 20 kr. félagsgjald, sem legðist i húsnæðissjóð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.