Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 3
io. árg. Febrúar, 1924. 2. blað. Diptheria faucium. Hitt og þetta um veikina og meðferð hennar eftir Steingrím Matthíasson. I. „Alt líf kristins manns á aÖ vera sifeld guðsþjónusta", þ. e. hann á daglega að hafa gu'Ssorð um hönd og lesa guSsor'ðabækur. Eins þarf ár- vakur og ástundunarsamur læknir að vera sílesandi lækningarit, og má engan dag láta svo líöa, að hann ekki lesi í einhverju tímariti eða fletti upp í sínurn gömlu lækningá-skruddum. Eitthvað á þessa lei'ð fórust okkur orð, Stefáni kollega í Aars og mér, er við fyrir nokkrum árum töluðum saman um okkar m o d u s v i v e,n d i. Það er áreiðanlega nauðsynlegt að lesa stöðugt, og læra eitthvað nýtt til viðbótar áður numdu, til þess ekki að týna öllu niður, trúnni með, og til þess ekki að svæfa samviskuna og hætta öllum aðgerðum. Hræðumst sálarmorðið. Gagnvart miklu af því sem barmafyllir bækur og blöð, verður maöur smárn saman i m m u n eða a n æ s t e t i s k u r, en urn suma sjúkdóma og aðferðir i t e r a p i er fróðleiksfýsnin sívaxandi. Og hefir hver sitt áhugaefni. Barnaveikin er einn þeirra sjúkdóma, sem sérstaklega hefir frá þvi íyrsta vakið athygli mína og óbeit. Mér hefir ætið fundist sú veiki standa „í andskotaflokkinum miðjum,“ eins og þar stendur, Þess vegna hefi eg ætíð reynt að fylgjast með í baráttunni gegn henni. Þó að eg aldrei hafi komist í kast við neina sérlega útbreidda skæðá barnaveikisfarsótt, hefi eg smám sarnan séð allar hinar helstu tegundir veikinnar — frá vægum kverkaskít óþekkjanlegum makroskopist sem barnaveiki, til hvitra, greinilegra skófna alla leið fram í nasir, krúps í barka og til þungrar, banvænnar septiskrar difteri, með hæmaturi og anuri, en einnig hefi eg séð margháttaðar lamanir eftir á. Flestöll árin sem eg hefi j)jónað Akureyrarhéraði (frá 1907) hefir engin l)arnaveiki komið fyrir, og þau árin sem borið hefir á veikinni, hefir hún yfirleitt verið væg og að eins stungið sér niður á víð og dreif. Serum hefir mér fundist hjálpa vel oftastnær. Krúp-tilfelli hafa verið fá. Að eins 5 sinnum hefi eg þurft að gera tracheotomi. 3 af börnunum lifðu. II. Eftir mikinn lestur var eg farinn að verða vantrúaður á serum-terapi —

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.