Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 27 því enn er eftir öll sú fína „nuancering“ milli umsækjendanna. Og þar kemur margt til greina: frágangur skýrslna, hva'S þær eru geröar meö mikilli alúS og nákvæmni; hvaða a'Sgeröir héraöslæknar ráöast í i hér- aöi; hvaö þeír beita sér fyrir heilbrigöismálum; vinsældir o. fl. Áskor- anir vil eg taka til greina, þar sem um mjög jafna menn er aö ræða. Kf læknar landsins gætu komiö sér saman um aö setja einhverjar reglur um emb.veitingar líkar þeim, sem hér hefir veriö lýst, þá hafa þeir í hendi sér aö stjórna þvi, aö eftir þeim væri fariö. Stjórnin fylgir víst ætíö inn- stillingu landlæknis og ef hann vildi brjóta þær af sér, þá ætti hann von á vantrausti á fyrsta læknaþingi. Mismunur sá á stigatölu þess hæsta og lægsta, sem til álita gætu komiö, gæti aldrei fariö fram úr 5, miöað viö þann grundvöll, sem hér er bygt á. Eg skal ekki halda því fram, aö eg hafi meö þessum reglum hitt þaö eina rétta, og efast ekki um að þaö megi bæta þær á ýmsa lund. Hedti ef til vill heldur ekki minst á alt, sem til greina getur komiö í þessu sarn- bandi, en um hitt efast eg ekki, aö þaö sé hægt aö búa til þær reglur, sem komast svo nærri allri sanngirni, aö læknastéttin megi vel viö una, og að hún hafi i hendi sér aö verjast þvi, að mjög ranglátar veitingar komi fyrir. Ef læknar nú vilja skrifa upp þessar reglur og reikna svo út t. d. veit- ingar síöustu ára og þær, sem nú standa fyrir dyrum, þá munu þeir sjá, aö þessar reglur koniast rnjög nærri því sanngjarna. M. Júl. Magnús. Skólaeftirlitid. Héraöslæknir Gísli Pétursson hefir sent stjórn Læknafél. ísl. bréf Stjórn- arráös, dags. 18. okt. 1923. Bréfiö ræöir um ferðakostnað héraöslækna út af berklaveikislögunum. I því er þessi eftirtektarverði kafli: „Skólaskoöunarferöir liéraöslækna heyra hér undir (þ. e. 18. gr. lag- anna). ÞaÖ, sem læknir á aö Vá greitt, er hæfilegur kostnaöur viö sjália íerðina, ])ar meö ekki talinn gistingarkostnaður, ef um er aö ræða, og 40 aurar fyrir hverja stund, sem læknir er aö heiman, þó ekki meira en 6 kr. á sólarhring.“ Gísli Péturssor. bætir þessu við: „Árið 1916 var fyrirskipaö eftirlit með öllum barnaskólum á landinu. Fræöslumálastjóri gaf mér þá upp- lýsing þá, um greiöslu kostnaðarins við þaö eftirlit, að landssjóöur borg- aði feröakostnaðinn, en viökomandi fræöslu og skólanefndir skoöun barn- anna. Eftir því hefi eg fariö hingaö til. Landssjóöur hefir borgað feröa- kostnaöinn, en skólarnir rannsókn barnanna eftir héraöslæknataxtanum. Svipað hefir verið í öörum héruöum, sem eg veit um.---Vil biöja stjórn Læknafél. aö gefa mér upplýsingar um og helst um leiö fræöa mig um skoöun embættisbræöra á þessu og aöferöir."------ Aö sjálfsögöu nær þaö ekki neinni átt að heimfæra skólaeftirlitiö undir 18. gr. berklavarnalaganna, því bæöi er smitandi berklaveiki afar sjaldgæf á börnum á skólaaldri og auk þess er berklaveikin að eins einn liöur af mörgum, sem koma til greina viö eftirlitiö (lús, kláöi o. fl. o. fl.). Hins vegar er þaö ekki ljóst í auglýs. landlæknis sept. 1916, aö læknum beri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.