Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 12
2Ó LÆKNABLAÐIÐ því sanngjarna. Hvert ár, sem prak't. læknir reiknast eins og emb.-ár. Sérfræöisnám 3 og „turilus" 3. Hvert ár sem prakt. sérfr. þL Þetta voru þe.ir „positívu“ liðir. — Embættisrekstur hugsa eg mér, aö sé aö eins negativur, þ. e. a. s. aö sá, sem ekki stendur vel i emb, sínu, fær frádrátt: Vantandi skýrslur 1—10; drykkjuskapur 1—25; aörar umkvartanir 1 — 25; kollegialitetsbrot( ?) 1—10, og vitanl. læknisfræðisl. glappaskot 1—10. Hér skal nú fara nokkrum oröum urn þetta fyrirkomulag, til skýringar. — Hvaö er sanngjarnt að sá, Sem útskrifast meö lægstu einkunn þurfi lengi að gegna embætti, til þess að ná þeim bezta? eöa getur hann þaö nokkurntima ? Eg held, aö ]iaö sé ranglátt að útiloka þá alveg frá „avance • ment“, því þeir geta verið góðir og samviskusamir emb.-menn, þó þeir hafi slæmt próf, en þeir verða vitanl. aö vinna niikiö til. — Utn emb,- aldur er þaö aö segja, að búast má viö, aö ætiö sitji ýmsir svo lengi í embættum, en þeir séu hættir að læra af reynslunni, eöa jafnvel að þeim hraki; en hvar eru takmörkin? Eg hefi sett þau viö 25 ár. Slíkt er vitanl. ætíð álitamál. Eg hefi ekki viljað fara hærra meðal annars vegna þess, að þeir, sem hafa setið í emh. 25 ár, eru orðnir eldri menn, og þess vegna þegar af þeirri ástæöu lakari t. d. til ferðalaga. — Sérnáni og turnus hefi eg reiknaö 3, en þá ætlast eg til, aö árin, sem til þess fara, séu reiknuð með emh.-aldri. Maöur, sem til dærnis útskrifast meö 185—195 (16) þarí sérnám eða turnus til þess aö standa jafnfætis þeim, seni útskrifast meö ág.-eikunn (19). Mér finst þetta nærri lagi. Turnus er vitanlega ekki hægt að fá hér á landi nú Sem stendur, en þetta getur breyst, og svo er hægt að fá hann í útlöndum. — Hvert ár sem prakt. sérfr. reiknast J4, vegna þess, að væntanlega hafa þeir ekki eöa að minsta kosti ekki eins mikinn almennan praksis og aðrir. —: Með því aö liafa emb.-reksturinn negativan fæst aðhald aö læknunum urn aö rækja vel skyldur sínar, sem ekki verður með öðru rnóti náö. Landlæknir segist að vísu beita því oft, — seni eg auðvitað ekki rengi, — að hefta laun lækna þangað til þeir hafa skilaö skýrslum, en viö þetta er að athuga, að svo þegar skýrslurnar korna, eru launin útborguð og maðurinn stendur jafn réttur eftir, og kemur þetta að eins niður á emb.-læknum, að hinum fæst ekkert aðhald. Með þessurn regl- um fæst þó nokkurt aðhald aþ þeim líka, því trauðla mundu þeir fá mjög fínt vottorð uni skýrsluskilsemi hjá héraðslækni, ef þeir heföu oft komiö honum í bölvun; en þaö þyrftu þeir aö hafa, ef þeir sæktu um embætti. Embættislæknar ættu óreglu í emb.-rekstri yfir höföi sér hvenær sem þeir sæktu um annaö emb. Sarna gildir um drykkjuskap og aðra frádráttar- liði. Kollegialitetsbrot er eg ekki viss uni að eigi hér heima, en tók þau með af því, að þau voru nefnd í vor. Eg veit, aö mér verður svaraö, fyrst og frernst af landlækni, að alt þetta, sem hér er talið, sé tekið til greina við emb.-veitingar. Þetta mun vera rétt, munurinn er að eins sá, aö vist enginn landlæknir hefir búið sér til neinar fastar reglur að fara eftir, veitingarnar verða því oftast „subjektivt skön“, sem hætt er við að snúist þannig, að menn en ekki hæfileikar ráði mestu. Eg ætlast til að stjórn Lf. ísl. reikni út með landlækni stigatal umsækjendanna, og þar sé fólgin trygging þeirra fyrir því, að rétt og sanngjarnlega séu reiknuö og metin þau afbrot, sem negativ kunna að vera og sem ekki eru metin til ákveðinnar tölu, og enginn ætti aö vera þakklátari en einniitt landlæknir fyrir slíkar reglur og það að hafa aðra til að bera ábyrgðina með sér. Landlæknir. hefir samt enn nóg verkaö vinna,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.