Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 14
■28
LÆKNABLAÐIÐ
férstök borgun fyrir sko'öun barnanna. Landlæknir kvaöst myndi vinna
að því á Alþingi, að hún fengist borgu'S úr landssjóöi, en fékk því ekki
franigengt. Málið stendur því þannig, að deila má um borgunarskylduna
fyrir skoöun. Að læknum beri i kr. fyrir fyrstu skoöun á sjúklingi mun
erfitt að neita, og svo má heita, að yí barna hafi einhverja kvilla þegar
vandlega er athugað. Ef heimta má ókeypis skoðun á öllum kvillum barna
á skólaaldri, sýnist stjórnarráðið geta alveg eins heimtaö ókeypis skoðun
á öllum landsmönnum á ári hverju. Vist er þaö, aö þess munu hvergi
dæmi erlendis, að skólaskoðun sé gerð fyrir ekki neitt, og ekki mun
þa'ö vera í Noregi, þó læknar séu þar launaðir engu miður en hér.
Þetta stjórnarráðsbréf hefir orðið til þess, aö sumar skólanefndir neita
Inú aö gréiða nokkra þóknun fyrir skoðunina. Frétst hefir aö þetta hafi
komið fyrir í Grímsnes og Eyrarbakkahéraði, einnig i Keflavík. Héraðs-
læknirinn í Keflavík hefir skotiö málinu til dómstólanna og er von á
dónii áður en langt um liöur.
í Reykjavík er skoðun barnanna (um 1800) svo mikið starf, aö engum
hefir dottið í lmg að leggja hana sem ókeypis starf á héraðslækni. Skóla-
lækni eru borgaðar 210 kr. á mánuði fyrir eftirlitið. í Hafnarfirði hefir
og skoðun barna verið borguö, og svo mun víðar vera í bæjunum, ef ekki
alstaöar. Þó er það óneitanlega auðveldara verk að skoða börn í barna-
skóla í bæ, ef ekki eru því fleiri, heldur en að vera vikum saman á feröa-
lagi, í misjöfnu veöri, og missa jafnframt praxistekjur sínar að mestu.
Þaö er ekki að undra, þó héraöslæknar telji þetta ójöfnuð og skólaskoðan-
irnar þunga kvöð. Er vonandi, að mál þetta veröi vandlega athugað og
sanngjarnlega, áður dómur er kveðinn upp. Best væri að hreint yrði skor-
ið úr þessu og sanngjarn taxti ákveðinn fyrir skoöun á barni.
Því miður er stjórn Læknafél. íslands ekki vel kunnugt um hver venja
hefir komist á í héruðum um borgun fyrir skoöanir. Það eru því vinsam-
leg tilmæli stjórnarinnar, aö allir héraðslæknar sendi henni stutta grein-
argerð fyrir því, hversu þetta hefir gengið í þeirra héraði — NB. — meö
næsta pósti.
Því a'ð eins getur stjórnin aðhafst eitthvaö i málinu, aö henni sé full-
kunnugt um ástandið. G. H.
Læknafélag Reykjavikur.
Fundur var haldinn 10. desember 1923.
Matth. Einarsson fiutti erindi um hallux valgus og veröur þaö bráðlegá
birt í Lbl.
Gunnl. Claessen talaði um sjúkling með syringomyelia. Mun Lbl. líka
ciga von á því innan skams.
Guðm. Thoroddsen: Peritonitis tuberculosa. Sjúklingur sá, sem eg ætla
að segja frá í kvöld er 24 ára gift kona, af hraustu fólki komin. Hún
hefir áöur veriö heilsugóö aö öðru leyti en því, að meðan hún gekk meö
börnin, haföi hún þrálátan pyelitis. Hún hefir átt 3 börn, yngsta barnið
er 3 ára. Menses áður reglulegar og verkjalausar. í nokkur ár hefir hún