Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 25 aö nægja. Annars þykir mér joöheftiplástursaöferðin mikiö betri, ef sáriö er vel granulerað. Picrinsýra hefir reynst mér ágætlega við bruna, einkum á 2. stigi. Við mjög útbreidd brunasár er best að hafa hana í upp- lausn, annars 1%. Þessar 3 tilvitnanír í tímarit, sem hér eru nefnd, eru tekin eftir J. P. Warbasse: Surgical Treatment, sem er amerískt „Standardverk“ í sinni grein. Vestmannaeyjum, 12. des. 1923. P. V. G. Kolka. Reglur um embættaveitingar. Þaö hefir alloft þótt brenna viö, aö embætti væru veitt öörum en þeim, sem aö almennum dómi læknastéttarinnar var álitinn að standa næstur, og þá verið brugöiö út af þeim venjum, sem alment er farið eftir. Hefir slikt — að vonum — vakið afarmikla gremju innan stéttarinnar. Hefir slíkt þótt brenna við einnig á síðustu tímum (ísafjöröur, Rvík). Það væri því mikils viröi ög fagnaðarefni fyrir alla, jafnt landlækni sem aöra lækna, ef hægt væri að finna sanngjarnar almennar reglur, sem fariö væri eftir við embættaveitingar, svo til álita kæmu að eins menn, sem ætíð gæti verið álitamál um. Af því eg þóttist hafa fundið reglur, sem nothæfar væru í þessu augna- miði, þá bar eg þær fram í Lf. Rvikur (5. Lbl. 1923, bls. 93) og siðan aftur á Læknaþinginu, og var þar kosin 3ja manna nefnd til að bera málið undir lækna landsins og leita álits þeirra, og síðan búa málið undir næsta Læknaþing. í nefndina voru kosnir Þ. Edilonsson, Sæm. Bjarn- héðinsson og eg. Til einhvers okkar ættu læknar að senda álit sitt og tillögur hið allra fyrsta. Eg hugsa mér stigatal, sem eg fæ úr þessum 5 „fáktorum": Embættis- prófi, embættisaldri, embættisrekstri, sérnámi og „turnus“. Eg hugsa mér töflu, sem hækkaði um 1 við hver 10 stig í einkuninni við embættispróf og hefði 5 sem lægsta stig, þannig: Emb.próf. 75—85 st. — 5 J 85—95 st. = 6, o. s. frv. Eg bjó einnig til fleiri, sem höfðu aðra stigahækkun en mér líkaði einna best við þessa og þótti hún einna sann- gjörnust og held mér því við hana hér. Hinar töflurnar hækkuðu I um 2 við hver 25 st„ II um 3 við hver 25 st. og III um 2 við hver 15 st. Allar byrjuðu með 5. Munurinn á þeim lægsta og hæsta verður eftir töflu I 10, II 15, og III 18, en þessari, sem eg fer hér eftir 14, m. ö: o. sá, sem út- skrifast með einkuninni 75—83 þarf að sitja 14 ár í embætti til að standa jafnhátt og sá, sem kemur frá prófborðinu með eink. 215—225. Þá er gert ráð fyrir, að hvert embættisár telji 1, sem eg vil gera í þessum regl- um mínum upp að 25. Lengra vil eg ekki fara, því læknir, sem hefir setið 25 ár í embætti, er búinn að fá alla þá reynslu, sem hann á von á, og fer varla fram eftir það. — Auðvitaö getur þetta, eins og alt annað í reglum þessum, veriö álitamál. Stigbreyingin við emb.-próf. (og emb.aldur) get- ur verið óendanlega margbreytileg, og ættu læknar að setja þessar töfl- ur upp og reyna svo með hvaða stigbreytingu þeir þættust komast næst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.