Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ ■23 Ef kánínuserum er notaS til þess aö gera hest ónæman fyrir tetanus, endist ónæmiö 2—3 vikur, ef hestaserum er notaö, endist ónæmiö nokkra mánuöi. Nú er hinsvegar óvísf, aö ]>etta ónæmi, sem hér er um rætt, sé passivt. Börnin eru vanalegast smituö á ö 11 r en innspýtingin er gerö, meira aö segja 2—6 dögum áöur, svo aö maöur gæti búist viö aö þetta væri sam- bland af aktiv og passiv ónæmi. Þaö hefir líka sýnt sig, aö nota má ser- um frá þannig ónæmum börnum til aö immunisera önnur á sama hátt. Einungis virtist þurfa nokkru meira af serum, 6—8 ccm. Þaö viröist óhugs- andi, aö þetta dygöi, ef eingöngu væri um passivt ónæmi aÖ ræða. Nú munu mnn spyrja: Að hvaöa gagni kemur okkur þessi uppgötvun, heima á íslandi. Ekki er mislingaserum, úr mönnum unnið, komiö í „höndl- anirnar". Nei, þaö er ófáanlegt, 0g svo veröur líklega í framtíðinni. Ilér hafa það engir, nema stærri spítalar, og bara handa sér; læknar út í frá fá það ekki, þó gull sé í boði. Þetta hefir orðið til þess, að læknarnir hafa bjargað sér meö ööru móti. Þaö þarf ekki annað en taka 20—30 cm3. af blóöi frá einhverjum ná- skyldum, sem hefir haft mislinga áður, helst frá móðurinni (pater incertus) og dæla því glóðvolgu samstundis inn í barnjö, undir húö eöa í vööva. Handhægast er aö gera þetta þannig, aö stinga á vena cubiti meö sprautu, sjúga hana fulla og dæla tafarlaust inn i barnið. Þetta er svo auðvelt, að hvaöa læknir sem er, getur gert þaö. Þessi aðferð ver 90% af börn- unum, og dugi þaö ekki, hefir hún samt þau áhrif, að veikin veröur mjög væg oftast. Ekki þarf aö óttast þaö, aö móðirin neiti barni sínu; um þenna blóðdropa. Sýkingarhætta að kalla engin, því mjög auðvelt er að gera þetta aseptiskt. Nokkuö hefir veriö rætt um þaö, hvort þetta ónæmi sé „spe'cifikt" eöa óspecifikt. Mikil líkindi eru til, aö þaö sé „specifikt". Má færa þetta dæmi því til sönnunar: Barn veikist af mislingum. A heimilinu er 8 mán. garnall hvítvoðungur. Úr móöur hans er tekið 30 cm.3 af blóöi og sprautað iii'n í vööva hvitvoðungsins. Á 11. degi veikist hann af misling- um og reyndist veikin l>ung. Innspýtingin haföi sýnilega ekki dugaö neitt. En samtímis veiktist móöirin.lika af mislingum, hún haföi semsé ekki haft þá áður. Bendir þetta til þess, að vörnin sé „specifik“. Þetta er af mörgum talin mjög merk uppgötvun, og þaö jafnvel svo, aö engin slik hafi verið gerö síöasta áratuginn. Ef það tekst, sem fullyrt er, aö verja því að börn fái mislinga áöur en þau eru 4 ára gömul, er það svo mikill ávinningur, aö við þaö sparast 26000 barnslif á ári í Þýska- landi einu saman. Svo miklu eru mislingar skæöari ungbörnum en stálp- uðum börnum. Eftir 4 ára aldur þarf ekki að verja börn fyrir mislingum nema sérstaklega standi á, t. d. ef barnið hefir berkla eöa kíghósta. Fái barn samtímis kighósta og mislinga, má heita, að prognosis sé pessima. Væru mislingar „endemiskir“ hjá okkur, myndum viö spara 50 barns- líf á ári með þessari aöferð, þegar tekiö er tillit til fólksfjölda í báðum löndum. Þaö er óneitanlega nokkurs virði. Berlín, 1. des. 1923. ól. Gunnarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.