Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 8
22
LÆKNABLAÐIÐ
Amerískir læknar eru nú mjög farnir aö nota Behrings aktiv immun-
isatio; þá er notaö sambland af toxin og antitoxin .og gefnar 3 innspýt-
ingar /2—1 cbctm. meö viku millibili.
Einasti gallinn á gjöf Njaröar er sá, aö ónæmiö kemur fyrst eftir nokkr-
ar vikur. En fullyrt er, aö þaö haldist i mörg ár á eftir.
Præterea censeo: Heilbrigöisstjórn vor þarf að útvega okkur
öllum þennan heillaríka Behrings vökva og difteritoxin eöa þaö síöara
eingöngu. (Framh.).
Bólusetning við mislingum.
Þaö er fyrir löngu kunnugt rneöal lækna, aö það kemur nálega aldrei
fyrir, aö börn sem yngri eru en 5 mánaöa fái mislinga. Þetta hefir
veriö skýrt þannig, aö móðirin — sem oftast hefir haft mislinga áöur —
leggi afkvæmi sínu til ónæmi (passivt), gagnvart mislingum, sem aö öll-
um jafnaöi endist í 5 mánuöi og stundum lengur. Þaö er og alkunnugt, aö
mislingar skilja eftir ónæmi, sem meö örfáum undantekningum endist
alla æfina.
Það sýnist liggja nærri aö nota sér þetta til þess aö gera menn ónæma
fyrir misl., en hvernig sem á því stendur, sýnist það eklci hafa verið
reynt fyr en nú nýlega. Sá sem fyrst hefir reynt þetta er R. Degkwitz
læknir í Múnchen.
Gagneitur við sjúkdómum er langmest í blóöi manna, rétt eftir aö þeir
eru orönir hitalausir af sjúkdómnum. Þetta gagneitur minkar svo smátt
og smátt, mest fyrst, en úr því mjög misjafnt, eftir því hve sjúkdómur-
inn gefur langt ónæmi. Degkwitz hefir fært sönnur á þetta. Hann tók
blóö úr barni, 14 dögum eftir aö þaö var oröið hitalaust. Úr þessu blóðt
var unniö serum á vanalegan hátt, og því svo dælt i börnin sem átti að
verja, subcutant. 3 cm3 af þessu serum virtust duga til aö verja börn
mislingum, en 2)4 cm3 af sama serum dugöi ekki nerna í ca. 2/ af tilf.
Væri hins vegar serum tekið 7 dögum eftir aö sjúkl. var orðinn hita-
laus, virtist 2)4 cm3 nálega altaf duga.
Sem meðalskamtur hefir veriö valinn 3 cm3 af þessu síðarnefnda ser-
um, til þess að fara ekki of nærri lægsta skamti. Því er dælt inn á 2.-6.
meðgöngudegi veikinnar, sé það síðar gert, dugir þaö litiö eöa ekki.
Á 7. degi er dálitil von um árangur, síðar ekki. Þess má geta, aö ef syst-
kini eru saman á heimili og eitt veikist, má gera ráö fyrir, aö sjúkling-
urinn hafi byrjað að smita 4 dögum áöur en útbrotin komu í ljós.
Ef þessi bólusetning ekki dugði, veiktust börnin oftast mjög litiö, hiti
sjaldnast yfir 38°, horfinn eítir 30—48 tíma, conjunctivitis, rhinitis og
bronchitis nálega enginn, exanthem rnjög fölt og lítið. Oft varð með-
göngutíminn mjög langur, 18—24 dagar.
Hve lengi varir ónæmiö? Um þaö er crfitt aö fullyrða að svo stöddu.
Þaö liggur nærri aö búast viö að þaö endist í 5 mán., eins og þaö ónæmi
sem að erföum er teki‘$. Það er kunnugt frá öörum sjúkdómum, að passivt
ónæmi varir miklu lengur, ef serum frá sömu species er notað til að fram-
leiða það, en ef serum frá fjarskyldri species er notað (artfremdes serum).