Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 4
66 LÆKNABLAÐIÐ henni fylgja þá aðalkosti, aö sáriö gapi, svo aö auðveldara sé aö átta sig þó skurðurinn sé ekki stór, og beri rninna á örinu á eftir; brjóskið veröi síður fyrir læsio og dekanylement sé hægara. Aðrir halda því fram, aftur á móti, að trachea særist meira við þver- skurðinn, og sé miklu hættara við nekrose á brjóskinu, undan kanýlunni, einkum á fullorðnum, þegar hún verður að liggja lengi í barkanum. Rendurnar á barkanum bevgjast frekar inn á við og koma til leiðar sten- ose, sem gerir dekanylem. mikið erfiðara en þar sem barkinn er klofinn með langskurði. Því eru margir, sem vilja fara meðalveg, og ráða til að gera þverskurö gegnum húð og lina parta, en langskurð í gegnum barkann. Kanylurnar hafa einnig frá fyrstu byrjun tekið mjög miklum breyt- ingum. Árið 1730 fann Martvn upp tvöfalda k a n y 1 u, en þær kanylur, sem nú eru mest notaðir, eru eftir Lúer, frá 1829, og er kanylan tvöföld, með hrevfanlegri plötu. Tracheotomi hefir aðallega það hlutverk, að veita andrúmsloftinu létt- an og greiðan aðgang til lungnanna, þegar tálmun, sem liggur ofan til, gerir það að verkum, að loftið kemst ekki niður, 0g þetta verður að fram- kvæma, þegar ekki er á annan hátt hægt að veita sjúkl. hina lifsnauð- synlegu hjálp. Eftir 1880 hafa indicationir fyrir trach. töluvert þrengst; í fyrsta lagi við þaö, að Túrck og Czermach fundu upp indirecte laryngoscopi; ennfremur þegar Kirstein fór að rannsaka larynx directe, Pieniazek tók að rannsaka trachea og bronchiur gegnum trachealop og Killian kendi mönnum rannsókn með directe bronchoscopi. Einnig hafa menn oft kornist hjá trach. við croup með O’Dwyers intubation. Einnig mætti nefna Kuhns peroral intubation, sem kemur í veg fyrir, að blóö renni niöur í barkann, við operationir fyrir ofan larynx, og sem þar að auki er mjög þægileg og hentug við narcose við operationir, sem hætta er á, að blóð eða vökvi renni niður í larynx. Eftir að búið er að koma pípu fyrir í barkaopinu, er hægt aö þétta með gaze alt í kring, svo að ekkert kemst þar niður með, og getur þannig oft farið svo, að hægt sé að kornast hjá tracheot. og að leggja inn tamponkanyle. Kuhns peroral intubation hefi eg gert í 14 tilfellum, sumpart við opera- tionir á sinusitis og sumpart með kirurgunum við cancer lingvæ og re- sectio maxillæ superior. Hefir intubation ávalt gefist vel, og komið að tilætluðum notum og svæfingin gengið eðlilega. Enginn sjúkl. hefir fengið neinar complicationir frá intub., t. d. hæsi eða aphoni, sem kotn ekki ósjaldan fvrir áður fvr. Þrátt fyrir alt þetta eru indicationir fyrir tracheot. mjög margar. Þessi operation hefir ekki að eins þýðingu til þess, í mörgum tilfellum, að bjarga lífi sjúkl., heldur er hún oft undirbúningsaðgerð undir frekari kirurg. aðgerðir í efri loftvegum, og verða menn því ávalt að vera við því búnir, að geta gert tracheot. í snarkasti og hvernig sem á stendur. Maður gæti skift indicationum ])annig niður: 1. Corpora aliena; þó er í mjög mörgum tilfellum hægt að komast hjá tracheot. með tracheo-broncoscopi. 2. Traumata á larynx, t. d. vulnera, fracturur eða áverkar, eftir sjálfs- morðstilraun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.