Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 73 Á lei'öinni gegnuni Saskatschewanrhitti eg D r. Jón Árnason, son Árna heitins Jónssonar prófasts á Skútustööum. Hann hefir nýlega sest aö í Saskatoon. Eg hitti hann þar á járnbrautarstööinni og spjallaöi viö hann í io mínútur. Hann hafði nýlega gjört ovariotomia á aldraöri konu meö feiknarstóra cystis, og var glaöur yfir, að vel gekk. Mér leist svo á Jón kollega, aö hann sé hvatur til ráöa og lipur í aögeröum, svo aö horfur geti verið á, að hnífur harts komist oft í feitt. Síðasti læknirinn íslenski, sem eg hitti, vas gamall kunningi og skóla- bróöir, J ó h a n n e s Jóhannesson. Hann er aö vísu aö eins d r. í Alaska, og má ekki praktisera meö þeiin titli nema þar. En hann hefir próf í opthalmometri og í nuddlækningum og náttúrulækningum (sano- praktor) í Washingtonfylki. Hann er undirlæknir (eða orderly) á katólsk- um spítala og hefir þar ágætá, þægilega stöðu, — frían bústað og fæöi og ca. 200 dali á mánuði. Eg spuröi hann því hann ekki geröist katólsk- ur, til aö reyna síðan aö komast i yfirlæknisstöðu. Hann sagöi, aö þann skratta geröi hann aldrei, því þá fyrst yrði hann ófrjáls maður, og yröi ;:ö fara á fætur til óttusöngs, og stöðugt iðinn við bænir og messugeröir. Eins og nú væri, nyti hánn frelsis og viröingar, og nunnurnar væru sér- staklega nákvæmar og góöar viö sig. Allir læknarnir vestra, aö undanteknum Dr.'Ol. Stephensen, hafa ment- ast algerlega viö ameríska háskóla. Sumir höföu tekiö 2—3 próf, sitt i hverju fylkinu, í Bandaríkjunum eöa Kanada. til að öölast v e n i a m practicandi viöar en á einum staö. Á veggjuuum í skrifstofum þeirra mátti sjá prófskírteinin í rarnrna,. likt. og grafskriftir, eða öllu heldur áþekk því, sem eru æfifélagsskýrteini Ræktunarfélags Noröurlands. Ekki blandaöist mér hugur um, aö vesturíslensku læknarnir úti um bygðirnar ættu aö mörgu leyli viö meiri þægindi að búa en islenskir sveitalækuar. Heimilisbragur þeirra er glæsilegri og mörgum mundi þykja ]»eir öfundsveröir af bifreiðum sínum og góöum vegum, hvar sem farið er, og ekki síst af hærri þóknun fyrir læknishjálp. Þó virtist mér þ e i r e n g u ánægðari m e ö k j ö r s í n e n 1 æ k n a r e| r u h é r- 1 e n d i s. Samkepni er mikil, og þarf stööugt að vera á verði og eiga undir högg aö sækja, en praxis fremur tilbreytingarlítil, erfiöir sjúk- lingar sendir á spítala eöa til sérfræðinga og frjálsræði takmarkað, til aö lyfta sér upp og læra af öðruni. Ef ungur læknir héöan á ekki annars úrkosta, og kann ensku, mundi eg ekki ráöa honum frá aö setjast aö í Vest- urheimi, en ekki vil eg eggja neinn til þess, síst eldri lækna. Því aukin þægindi má kaupa of dýrt, og vafalaust hollara aö reyna aö skapa sér þau í sínu eigin fööurlandi. Þaö má sætta sig viö lítil þægindi svo, aö líðanin veröi jafnvel betri en í allsnægtum. — Viö erum meira og minna bundin viö vana og tísku, og gildir þá aö kunna sér hóf. Menningin, er oft metin eingöngu eftir auöi gulls og ytra útliti. Andans auður veröur þó þyngri á metum, og ,,aö bestu manna yfirsýn“ mun dómur um dauö- an hvern fara eftir mannkostum og því gagni, sem unnið var náúnganum. Varöar mestu aö skilja viö veröldina ögn skárri en hún var viö fyrstu viðkynningu. í þeim kappleik er ísland eins góður leikvangur og hvert annaö lancl undir sólunni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.