Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 69 Eg skoöaöi sjúkrahúsiö í bænum, þar sem Gíslason leggur inn sjúk- linga til óperationa, og var ])aö, eins og flest sjúkrahús vestra, sérlega snoturt og vel útbúiö, þó litiö væri. Dr. G. hefir mikla praxis, og er mikils metinn af sínum kollegum. Hann hefir viötalsstofu sína í stórhýsi einu þar í bænum, þar sem alls konar sérfræöingar aörir hafa sína bækistöö. Þess konar lækna-margbýli eru algeng í öllum stærri bæjum. Á móttöku- skrifstofunni segja sjúklingar til, hvar þeir séu veikir. Er þeim þá vísaö til þess sérfræöings, sem fæst við þann líkamshluta. Hjá þeim doktor fær þá sjúklingurinn stundum alla þá þjónustu, er hann þarfnast. En oft vill þaö til, aö þar meö er ekki búið, heldur uppgötvast margt annað í öörum líffærum, og verður þá sjúklingurinn aö fara frá einum sér- fræðingnum til annars, þar til hann hefir fengið sig fullbættan. í slíkri læknasamvinnu starfar dr. Gíslason, og gerir við þau líffæri, sem við- koma honum. Dr. Gíslason er meöútgefandi tímarits, sem Scandinavia heitir, og er nýfariö að koma út. Sá eg þar, aö hann er hagmæltur vel, af kvæði, sem hann hefir ort um ísland. Þessu næst voru það læknarnir í Winnipeg, sem eg kyntist nokkuö. Vil eg fyrstan telja Dr. Brand Brandson, bæöi af því hann er tvímælalaust nafnkunnastur, og þar næst þess vegna, aö eg hafði' einna mest kynni af honurn, enda sýndi hann mér sérstaka gestrisni og meiri sóma en eg veröskuldaöi. Bæöi bauð hann mér til dögurðar (á Hotel Fort Garry), ásamt íslensku læknunum i borginni, til að kynna mig þeim; en þeir voru þar allir mættir, nema Ólafur læknir Stephensen, sem var eitthvað forfallaöur, og ennfremur hafði hann kveldboö fyrir mig og bróöur minn Gunnar á hinu ágæta heimili sínu, ásamt nokkrum vinum sínum. Og í þriðja lagi var hann, ásamt öðrum, frumkvööull aö veglegu samsæti, sem landar héldu okkur bræörunum (í Hotel Alexandria). Hélt hann þar snjalla ræöu mér til vegsemdar, og fanst mér „ofblótit". Brandur læknir talar afbragðsgóða íslensku, þó hann væri kornungur, er hann fór vestur. Hann er maöur hár og þrekvaxinn, holdugur nokkuð og miög höföinglegur sýnum, er hann höfðingi i raun og skörungur meö- al landa þar vestra í fleiru en lækningunum. Hann er svartur á hár og skegg, en aö eins skegg á efri vör, andlitið nokkuö stórskoriö, en svipgott og hann er dálítiö tileygöur. Þessi lítilfjörlegi strabismus (sem gat ekki einu sinni heitið c o n v e r g e n s) fanst mér fara honurn sérlega vel. Það var eins og vinstra augaö starfaöi í kyrþey út af fyrir sig, meö mestu klókindum, meöan hiö hægra aðallega var i brúki. Og fanst mér sem hann gæti hugsað í einu t. d. bæði um lækningar og kirkjumál, (þvi hann er ötull stuðningsmaður lútersku kirkjunnar). Flann talar venjulega í lágum, dimmum rómi, og er ákveðinn í skoöunum og gagnorður. Al- staðar heyröi eg Vestur-íslendinga lofa Brandson, sem snildargóöan hand- lækni, og fyrir þaö hve hann býöur af sér gott traust, og er öllum ráöholl- ur, sem leita hans í lækningmn jafnt og öðru. Og hans er nú leitað víös- vegar aö utan Winnipegborgar. T. d. fer hann oft í bifreið eöa með járn- braut út á landsbygðina, kvaddur af læknum þar til að gera skurö á sjúkrahúsum þeirra. Á Winnipeg General Hospital leggur hann annars sjúklinga sina til óperationa og hefir þar venjulega marga undir höndum, en í þau skifti, sem eg kom þar, aö eins um 15. Þetta sjúkrahús er aöal sjúkrahúsið í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.