Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 6
68 LÆKNABLAÐIÐ Ýms mistök geta komiö fyrir vi'ö tracheotomi. 1. Særing á aftari veggnum á trachea. Komiö hefir þaö fyrir, aS aftari veggur barkans hefir veriö skorinn sundur. I statistik yfir 502 tracheotom.sjúkl. var aftari veggur barkans skorinn í sundur á 5 þeirra og kanylan látin þar i gegn, — 3 þeirra dóu. 2. Þess er sjaldan getiö, aö oesophagus-veggurinn sé særður, þó hefir þaö komiö fyrir, og alt af endar þaö letalt, ef ekki er aögætt strax og sáriö saumaö vandlega saman. 3. Sama er aö segja um hliðarskurö á trachea. Þess er einnig getið, aö skoriö hafi verið í hliöarvegginn á trachea, í staðinn fyrir beint framan á, en þá veldur kanylan snúning á trachea; öndunin veröur erfið, og kanylan kemur til leiöar decubitus. 4. Þaö getur komið fyrir, aö maöur hafi ekki gert skurðinn nógu djúpan í barkavegginn, og kanylan getur þá losað slímhúðina frá barka- veggnum aö innanverðu og kenist því ekki inn í sjálft opiö á barkan- um. Þetta ætti ekki aö geta komiö fyrir, undir venjulegum kringumstæö- um, því slímhúöin er fastvaxin viö sub-mukösan vef, og hann aftur viö perichondrium. En ef um bólgu eöa phlegmone er aö ræöa, þá geta linu partarnir losnað frá perichondrium, eöa jafnvel myndast abscessar á milli lírjósks og perichondrium. Ef kanýlan hefir ekki farið alveg inn í lumen á barkanum, ])á heldur dyspnoe áfram, og maður heyrir ekki loftið í kanylunni; verður því að taka hana út aftur, skera sundur slímhúö og koma pípunni fyrir á réttan hátt. (Niðurl.) Hjá íslenskum kollegum i Vesturheimi. Eftir Stgr. Matthíasson. Fyrsti íslenski læknirinn, sem eg hitti á leið minni gegn um íslend- ingabygðirnar, var D r. T h. T h o r d a r s o n í Minneota. Þorpið er á stærö viö Eyrarbakka. Þar hefir Th. praktiserað í mörg ár, einkum meöal íslendinga í bænum og grendinni, því landar eru þar allmargir. Hann er nú ekkjumaður, og á tvær dætur uppkomnar. Önnur er læknir, en hin aö læra hjúkrunarstörf. Annar Iæknir er sestur aö í þorpinu og dregur nokk- uö frá Th., en mér skildist, aö hann tæki sér þaö ekki nærri, heldur sækt- ist eftir næöi. Hann lifir heldur einmanalegu lifi, og er í kosti hjá fólki þar í bænum. Við skröfuðum um margl:, og fann eg, aö Th. er víðlesinn og þaö heyröi eg.. að hann væri mjög vel látinn sem læknir þar í bygöinni. Næsti læknirinn, sem eg hitti, var D r. B. G í s 1 a s o n í Grand Forks í N.-Dak. Hann er sérfræðingur í eyrna- nef-, háls- og augnsjúkdómum, því það er algengt þar vestra, að slá öllum þeim vísindum saman, og heyrði eg ekki, að þeirn gengi neitt illa að komast yfir þau ósköp, eða að þeir sýndu sjúklingum neitt verri skil en sérfræðingarnir í Evrópu, sem hafa sett sér minna fyrir. Gíslason tók mér mjög ástúðlega 0g bauð til sín tengdaföður sínum, sira Hans Thorgrimsson, svo mér gæfist tækifæri aö sjá liann. (Hann er enn mjög unglegur, sérlega fríður maður og föngulegur, gamansamur í viöræðum og svngur vel).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.