Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 18
8o LÆKNABLAÐIÐ erum látnir gera hér á Bleiksmýri. Þar voru menn mjög hræddir viö anafvlaxie. Próf. W. Schulz (sá sem fundiö hefir hiö merkilega „auslösch- phánomen" viö scarlatina) kvað sjálfsagt aö nota æfinlega hunda eöa nautaserum við sjúkl., sem áður hefðu fengið venjulegt diphtheriserum. Þar nota menn mikið hina svokölluðu T. A.-aðferð, — toxin-antitoxin- aðferð, — til langvarandi aktiv. immuniseringar við diphth., og er sjálf- sagt, að útbreiða þá aðferð. Þessar lausu athugasemdir vildi eg gera, við greinina SteÍngrims, sem að öðru leyti er vitanlega ágæt. Blcgdamshospital, 24. mars 1924. Skúli V. Guðjónsson. F r é 11 i r. Steingrímur Eyfjörð er staddur hér, á leið til Vesturheims; er ráðinti læknir á spítala í Chicago. Berklavarnafélag íslands er nýstofnað hér í Reykjavík, upp úr Pleilsu- hælisfélaginu. Ætlar félagið að vinna að herklavörnum, og er í ráði að stofna deildir úti um land í samltandi við félagið. í stjórn voru kosnir: Próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson, Magnús Pétursson, bæjarlæknir, Egg- ert Claessen, bankastjóri, Haraldur Árnason, kaupmaður, og Knútur Zim- sen, borgarstjóri. Hressingarhæli fyrir berklaveika ætlar kvenfélagið Hringurinn að reisá í Kópavogi og sækir því til þingsins um leyfi til afnota af jörðinni, sem er þjóðjörð. í Hróarstunguhéraði verður Guðni Hjörleifsson settur læknir, en Árni Yilhjálmsson fer til Vopnafjarðar. Ólafur Gunnarsson, héraðslæknir, er kominn hingað eftir nær því árs- c’tvöl í útlöndum, Þýskalandi og Danmörku. Hann hefir lagt þar aðallega stund á meltingarsjúkdóma, og mun ætla aö setjast að hér í bænum, en sleppa héraðslæknisembættinu. Valtýr Albertsson er fyrir nokkru sigldur til útlanda. Læknar á ferð. V i 1 m u n d u r J ó n s s o n var hér fyrir skömmu, til þess aö gera fullnaðarsamning urn Iryggingu ísafjarðarspítalans. Ei- ríkur K j e r ú 1 f var hér einnig á ferð, og eins H i n r i k T h o r a r- e n s e n, frá Siglufirði, sem fór til Kaupmannahafnar í vetur, en var nú á heimleið, Inflúenza er nú víða á Noröurlandi 0g fremur væg. Þó fylgir henni hár liiti og einstaka sjúklingar fá lungnabólgu. Prentvilla í grein Sigurjóns Jónssonar í marsblaðinu, bl. 43: Þar stend- ur, að Rasch noti Salvarsan 6—8 m. i einu, en á að vera: 6—8 vk. o. s. frv. Borgað Lbl.: V. Bernliöft '23, Páll Sigurðsson '23, Ól. Ólafsson stud. med. '24. VJEI.agsprentsmiðjan

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.