Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 10
7i2 LÆKNABLAÐIÐ skilyrSum. Han setur gullþráð subconjunctivalt gegn um sclera, til aö vera þar sem permanent kera. Eg var gestur á heimili Jóns, og gafst tækifæri til aö hlusta á söng konu hans, en hún er rússnesk ópera-söngkona, og syngur mjög vel. D r. Á g ú s t B 1 ö n d a 1 er ungur læknir, sem hefir lagt fyrir sig kvensjúkdóma sérstaklega. Eg kom heim til hans síöasta daginn, sem eg dvaldi í Winnipeg. Hann er málari góöur, og sá eg fallegar myndir á vegg hjá honum, allar lieiman af Fróni. Síöastan af Winnipeg-læknunum, nefni eg D r. J ó n A u s t m a n n. Hann mun vera yngstur þeirra allra. Hann er sonur Jóns Ólafssonar skálds. Efnilegur vísindamaður, eins og ráöa má af því, aö hann hefir fengið aöstoðarkennaraembætti viö læknaskólann í Winnipeg. Hann sýndi mér skóladeildina, þar sem hann kennir. Þar eru margar rannsóknarstofur, og nóg af dýrum til að nota við tilraunir, — hundar, kanínur, rottur, mýs og guineugrislingar Eg sá þar stúdentana undir handleiöslu Jóns og annara kennara vera aö vivisecera svæföa hunda, athuga blóðþrýsting, blóörás, nýrna- starf, magahreyfingar o. fl., en mörg sigurverk voru í gangi, til að línu- rita hreyfingar innýflanna. Piltarnir rituöu dagbækur og skýrslur um til- raunirnar og fengu þarna góða æfingu í fysiologi og anatómi. Eg lét í ljósi viö Jón, að gaman væri, ef liann gæti komið og veriö kennari einn vetur í Reykjavík. Iiann gæti þá stofnsett dálítið laboratori- um, i líkingu viö þetta, og sett þaö í gang. Nóg væri af hundum og öðr- um ódýrum skepnum heima. Hann kvað ekki mundu standa á sér, ef fé vrði veitt til þessa, og taldi vafalítið, aö hann gæti fengið brottveruleyfi einn vetur. í Arborg, Manitoba, gisti eg hjá D r. S v e i n i Björnssyni. Hann á fyrir konu dóttur Gríms Laxdal. Hann praktiserar á stóru svæöi, og hefir mikinn eril. Eg heyrði það á leið minni, aö hann væri mjög mikils metinn Jiar í sveit. I Lundar situr D r. S i g. J ú 1. J ó h a n n e s s o n, og hefir stærra svæði til yfirferðar en flestir læknar heima. Sagði hann mér af erfiðum vetrarferöum í slæmu sleöafæri, þegar ekki er heldur viðlit að nota bif- reið. Sagöist hann oft Jmrfa þá að ganga langa leið, en 30—40° frost C. Mér íanst eg ekkert öfunda hann. Við bræöur gistum hjá Sig. Fór vel um okkur, og gott fengum við aö borða, en mest nutum viö samtals viö húsbóndann, Jjví Sig. er víðlesinn, og andríkur og frjáls andi. í Elfros i Sascatchewan hitti eg D r. J’ohannes P a u 1 s s o n, sem praktiserar þar. Við töluöum meira um skáldskap en lækningar, því hann er skáld, og ritar sögur á ensku í amerísk timarit. En hann er eigi að síöur íslenskur í anda, talar ágætt mál, og kennir þaö börnum sínum. í samsæti í Vineyard, sem okkur bræðrum var haldið, hélt hann ágæta ræðu, sem kom öllum oft til að skella upp úr. í Vineyard hitti eg snöggvast D r. J ó h a 11 n J ó n s s o n, sem eg mundi eftir sem skólabróöur. Hann var í 1. bekk, þegar eg útskrifaðist. Hann fór úr skóla í 4. bekk, og læröi síðan til læknis i Ameríku. Hann býr í bænum J a n s e n, en er oft sóttur til Vineyard. Hann lét lítið yfir góðri afkomu úr sínum praxis, en mér skildist það vera honum sjálf- um aö kenna,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.