Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 8
70 LÆKNABLAÐIÐ Winnipeg, i mörgum deildum, sérlega vandaö aö útbúnaöi og rúmar rnörg hundruð sjúklinga. Brandur kollega tók mig þangaö tvívegis meö sér, og sá eg hann gera þar hysterectomia, appendectomia o. f 1. Þótti mér honum farast þaö álika hönduglega eins og þeim bestu skurölæknum, sem eg hefi séö til. Eg sá það reyndar þá þegar, en þó af meiri sannfær- ingu síðár, er eg haföi séö til Mayobræðra og annara stórskurölækna i Rochester, Seattle, Chicago og víöar, aö engan þeirra kysi eg íramar Brandi, til aÖ gera aö mínum innýflum eða einhverjum meinsemdum, et því væri aö skifta. Brandson hefir kirúrgiska klinilc meö stúdentum læknaskólans, og er hann mjög vinsæll af þeim. Þann vikutíma, sem eg dvaldi í Winnipeg, bjó eg hjá Mr. Árna Egg- ertssyni, sem býr á næstu grösum viö Dr. Brandson. Árni sagði mér margt um þennan góða nágranna sinn. í eitt skifti sagöi hann, að sér hefði staðið uggur af Brandi. Þaö var fyrir nokkrum árum siðan, aö Árni vakn- aöi upp eina nótt, meö slæmurn kveisuverkjum. Hann lét vekja upp Dr. Brand, en geröi þó ráö fyrir, aö þetta væri aö eins vindkveisa, meinlítil. Brandur kom óöara og leit á Árna. Og sagöi síðan: „Þaö er best að „wrappa“ þig inn í „blanketiö“ og flytja þig strax á „hospítalið“, svo eg geti „ópereraö" þig eftir hálftíma."* Árni svitnaði kalt, þegar hann heyröi þessa ráðstöfun, en maldaöi ekki í móinn, enda var til lítils, aö deila viö dómarann. Eftir stundarkorn var Árni oröinn botnlangalaus og batnaði vel úr því; appendix haföi veriö í þann veginn aö springa og mátti gjarna missa sig. Meðal margra hluta, sem dr. Brandson fræddi mig um, man eg það sérstaklega, aö hann sagöist eitt sinn hafa læknaö barn, — mig minnir 5 ára gamalt, — af sullaveiki. Barniö var fætt í Ameríku eftir nýlega komu móðurinnar þangaö. Smitunarleið v a r ó s k i 1 j a n 1 e g, ö n n u r e n t r a n s - p 1 a c e n t a r i s. I þriöja húsi frá Dr. Br. býr D r. Ó 1. B j ö r n s s o n, sem í mörg ár hefir verið í félagi Dr. Brands. Hann er systursonur Jóns Ólafssonar skálds. og líkur honum i sjón. Hann er fæðingarlæknir víökunnur þar vestra, og er fróöur um margt. Hann kennir einnig við læknaskólann (yfir- setufræöi) og þykir fyrirtaks kennari. Hann sagöi viö mig, þegar viö töluöum um kensluna: „Strákarnir eru ólmir eftir kírúrgí og gefa sér lítinn tíma til hinna faganna. Mér gengur oft illa aö ná í þá. Þeir hugsa sér allir aö verða stórskurölæknar. En þegar út í lífið kemur, veröa þeir aöallega medici og yfirsetumenn (yfir- setukonur þekkjast varla vestra, heldur hjálpast læknir og hjúkrunar- kona). Þá sakna þeir margir kunnáttu í yfirsetufræöi, en kírúrgisku verk- færin ryðga í skápnum." Næst vil eg nefna D r. B a 1 d u r O 1 s o n, mesta snyrtimenni, sem er sérlæknir í lungnasjúkdómum. Hann var yfirlæknir á hermannaheilsu- hæli í Canada meðan á styrjöldinni stóö. (Hann spilar vel á fiölu, en konan ágætlega á píanó og syngur prýðilega. Þess vegna líka skemtilegt aö sækja bau heimL * Þó Dr. Br. vandaði ekki málið i þetta skifti (sem heldnr ekki gerðist þörf við Árna), þá stendur það fast, að hann talar ágœll mál. L’exccþtion fait la réglc!

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.