Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Síða 3

Læknablaðið - 01.10.1924, Síða 3
lEiimMii io. árg. Reykjavík, október 1924. 10. blað. Nokkur orð um sólarlækningar. Fyrir tilmæli ritstjóra Læknablaðsins sendi eg því nú nokkur orð um sólarlækningu, eftir því, sem hún hefir reynst mér, því að þótt ýmsir læknar hafi miklu meiri reynslu á þessu sviði, en eg, hafa þeir verið alt of fáorðir og munu ]tvi fæstir ísl. læknar vera enn farnir að nota hinn ntikla kraft sólarinnar í þjónustu sína, svo nokkru nerni. Erfiðleikarnir vaxa senni- lega mörgum í augum, enda eru ]teir ekkert smáræði. Kalt loftslag, stop- ulir sólskinsdagar og köld og dimm húsakynni virðast þeir þrepskildir, sem ekki verður yfir komist; en landar hat'a aftur á móti löngum orðið að berjast harðri baráttu; dugur og þrautseigia hafa rækilega veriö hert við afl frosts og funa. 1 þrjú ár hefi eg nú eftir föngunt notað sólarljósið til þess að lækna hlóðleysi, scrophulosis og berkla í lungum og hrjósthimnu, og aldrei hefir það enn þá brugðist mér eða þeint sjúklingum mínum, sem með dug og kostgæfni hafa notað sér það. Auk almennra hygieniskra reglna, brýiii eg fyrir hverjum sjúklingi fyrst og fremst, að nota hvern einasta sólskinsdag og hverja vel hlýja stund, þótt ekki sé beint sólskin, til Jtess að liggja allsberir úti eða inni, ]tar sem sólar og birtu nýtur vel við. Vegna sólhrunahættu vara eg sjúkl. við að liggja lengur, en —^4 klukkustund fyrstu dagana, ef sólskin er glatt; en svo hefi eg sagt þeim að lengja tímann, og þegar hörundið er farið að þola sólina, læt eg þá sóla sig meginið af deginum. Húfu á höfðinu hafa flestir haft i sólböðunum; gott er lika að hafa dökk gleraugu. — Annars fer það, hvernig eg læt haga sólhöðunum, eftir heilsu sjúk- linganna og annari aðstööu, en oftast læt eg þá hyrja á því, að liggja innan við glugga, sem hafður sé opinn þegar kostur er, vegna kulda eða vinda. Þegar þeir eru farnir að venjast því, læt eg þá fara að sóla sig úti, og sé ekki skjólgóður hvammur eða klettaskora nálægt bænum, læt eg reisa hyrgi til þess að verjast næðing. Eg hefi reynt að forðast eftir föngunt snöggar breytingar, en hert sjúklingana smátt og smátt, og hefir það hepnast vonum framar, sem sjá má af því, að allir, sent náð hafa fullum hata nteð sólhöðum. hafa orðið svo sérstaklega ónæmir fyrir kvefi, að þeir hafa sloppið við það, þótt alt annað heimilisfólkið hafi fengið vonskukvef. Eg sendi alla Iterklasjúklinga frá mér, sem eiga við að búa óviðunandi kringumstæður á einhvern hátt, eru veiklaðir eða svo duglitlir, að eg treysti þeim ekki til þess að nota sólhöð svo að gagni komi; en dugandi

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.