Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 lækninum, er henni sagt aö nota daglega útskolun meö hypermang. kal. upplausn 1: 6000 og sitja ofan í heitu vatni á meöan. Útskolunarvökvinn er látinn renna hægt inn og labiae haldiö saman utan um pípuna, svo vagina þenjist út. Jafnframt þessu þarf hún aö skola út urethra, til dæmis meö protargol- eða lapis-upplausn. Þaö getur hún gert sjálf, meö þvi aö snúa saman iljunum, glenna sundur hnén og nota spegil til þess að rata á urethra, eins og Sigurjón collega Jónsson hefir áöur lýst í Læknabl. Sjúklinginn þarf að hafa undir læknisumsjón að minsta kosti ióvikureða lengur; þarf að halda áfram í 2 vikur frá því að gonococ;car fundust síð- ast, og auk þess viku eftir tiöir í næstu tvö skifti eftir að lækningin var byrjuð. Gonococcarnir hverfa á einni eða tveimur vikum. Gonococca í gl. vestibul. min. er hægast að drepa með fulguration, ef tækifæri er til þess, en í gl. vestibul. maj. með sterkum silfursöltum eða jafnvel exstirpat. Á því, hve þessir anilinlitir hafa miklu dýpri verkun en silfursölt, er auðséð, að hér er um mikla framför að ræða. Eg hefi nokkrum sinnutn fengist við gonorrhoea á konum í praxis minni og liaft af því skapraun og sennilega skömm. Eg varð því feginn er eg sá þessara nýju Iyfja get- iö í vetur og liað óðar Reykjavíkur Apotek að panta þau, en hefi ekki enn fengið þau. Vonandi tekst þó að riá í þau, svo við hér heima fáum tækifæri til að reyna þau. Vestmannaeyjum 15. júli 1924. P. V. G. Kolka. Manndauði. I. í Bandaríkjunum. Hvar sem eg spurði kollega i Kanada og Bandaríkjunum um alment heilsufar fékk eg það svar, aö það færi stöðugt batnandi og aö yfirleitt væri manndauöi stööugt rénandi. Til frekari fræðslu um þessa hluti las eg góða grein í hinu merka tímariti „Literary Digest“, 29. des. 1923, — um manndauðarénun í Bandaríkjunum. Þar var skýrsla unr manndauöann árið 1922 í hinurn ýrnsu fylkjum. H'ann var lægstur i Idaho, 8,i%c, þar næst í Montana 8,6%e, og þaðan af stígandi, hæst í þeirn fylkjum, sem mikiö er af Svertingjum, upp í 14.7%, og þar senr hann var reiknaður fyrir Svertingjana út af fyrir sig, eins og i Virginía og Maryland, náöi hann jafnvel 19,4%^. Meðal hvítra rnanna einna var hann hvergi hærri en 14,7%« (eða líkt og hér á íslandi). — Aö meðaltali í öllum Bandaríkjunum reyndist hann vera 11,8%c. Þá var þar ennfremur skýrsla um manndauöann í stórbæjunum. Hann var lægstur i Akron 7,5%c, næst i Seattle 9,6%c, og síðan hækkandi upp í I7,8%c i Memphis. 1 New York aö eins i2,o%c og Chicago 11,2'/". 'Yfir- leitt lofsvert aö sjá hve heilsufar er farið aö veröa gott í amerísku stór- bæjunum í hlutfalli viö sveitirnar. Það er orðið algengt, aö það sé jafn- vel talsvert betra í borgunum en i sveitunum. Fjögur af fylkjunum sköruöu fram úr öðrum. Manndauðinn náði ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.