Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 16
158 LÆKNABLAÐIÐ Eftir þessum reikningi veröur manndauöi Akureyrarkaupstaöar 1911— 1920, 14,0%,, og er þaö stórum mun meira en 9,4%o eins og áöur er sagt. Hér vaknar sá grunur, aö manndauöi margra útlendra bæja, sem telst vera allhár, mundi stórum lækka, ef sama aöferö yrði höfö viö útreikninginn og hér er höfö um Akureyri. Því aö í öllum löndum eru bæirnir, meö öllum sínum sjúkrahúsum og íæknum, griöastaöur deyjandi sjúklinga utan af landsbygöinni. Og þar á ofan bætist, aö fjöldi uppgjafaembættismanna og gamálmenna annara, flytja þráfalt til bæjanna til aö setjast þar í helg- an stein og þar með auka manndauðatölu bæjanna. Þegar öll kurl koma til grafar, kynni þá gamla sagan um betra heilsu- far í sveitum, aö vera hrein blekking, fyrir misskildar skýrslur. S t a t i s t í k er áreiðanlega varasamur hlutur og þarf margrar aögæslu. Það er ljóst af þessu, aö manndauði er töluvert minni í Akureyrarkaup- stað heldur en í nærliggjandi sveitum. Sannast a. m. k. þar, að próf. G. H. hefir á réttu að standa um minni manndauða í bæ en sveit — hvaö sem öðrum kauptúnum og öðrum sveitum landsins líöur. Ibúum Akureyrarkaupstaðar treinist m. ö. o. mun betur lifiö en ibúum sveitanna í kring. Eftir er aö vita, hvort svo muni vera í öörum kauptúnum landsins. Úr því veröur hver hlutaðeigandi héraöslæknir aö skera, líkt og eg hefi hér gert um Akureyri og próf. G. H. um Reykjavík. Mér þótti vænt um að sannfærast um, aö Akureyrarbær stendur sig betur en sveitirnar og þó einnig betur en Reykjavík. Og enn vænna jiótti mér aö fá leiðrétt rangt hugboð sjálfs mín með rökum. Eg var oröinn svo vanur aö heyra þá algengu reglu um útlenda bæi, aö manndauöi væri meiri í þeim en sveitum, aö eg var oröinn fasttrúaöur á aö svo hlyti einnig aö vera í okkar kauptúnum. Sumum sveitamönnum sem frétta þetta, bætist ein ástæöa í búið til aö vilja yfirgefa sveitina og flytja í kaupstaö. Þeim vil eg þó segja, að annar vegur sé fult eins ábyggilegur til aö tryggja sér betra heilsufar og lengra líf, og þaö er sá, að r í f a gamla b æ i n n o g by g g j a annan b e t r i. — Gaman væri ef allir gætu það. Víst er, að ekki er vanþörf á slíku í Eyjafirði. Hin s-læmu húsakynni í nærsveitum Akureyrar veit eg aö standa heilsufari fólks mjög fyrir þrifurn. Enda sést þaö þráfalt þegar farsóttir ganga. Húsakynni munu þó í sumum héruöum enn lakari en í Eyjafiröi. ■Hiö íslenska ríki þarf hiö bráðasta aö fara að d æ m i E n g 1 e n d i n g a, o g b y g g j a h ú s y f i r f ó 1 k i ö. Þ a. ð e r p ó 1 i t í k, s e m vafalaust borgar s i g v e 1. O g ættum v é r 1 æ k n ar a ð sameina o'kkur í d u gLe g r i b a r á11 u t i 1 a ö k o m a s 1 i k u í framkvæmd. Stgr. Matth. Smágreinar og athugasemdir. Börn berklaveikra mæðra. í septemberblaði Læknabl. birtir Sigurjón Jónsson skýrslu um börn berklaveikra mæðra, Viö hana hefi eg þaö að athuga, hvað Skipáskaga-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.