Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 12
154 LÆKNABLAÐIÐ Ný lekandalækning’. Gonorrhoea má telja sambland tveggja mismunandi tegunda infectionar. Önnur er heildarsýking með sérstökum sta'Sbundnum fyrirbrigSum, eins og til dæmis diphtheria. Hin er að eins þekjusýking, eins og til dæmis scabies. Heildarsýking í byrjun sjúkdómsins eykur varnarefni líkamans, en eftir því sem þau aukast, minkar lífsþróttur sýklanna. Varnarefnin geta síðar hamlað sýklunum frá að koniast gegnuni þekjuna, svo þeir verða. að lokum nokkurskonar saprophytar á yfirborði hennar. En þeir geta. átt langt líf fyrir höndurn fyrir því, og nýtt blómaskeið í nýjum jarðvegi, ef ekki tekst að uppræta þá með antiseptiskum árásum. Á konum er þetita. ilt verk og hvimleitt, enda hefir árangurinn af því fram að þessu verið næsta hæpinn. Þetta hefir amerískur höfundur (W. Ray Jones) orSaS svo, að „very recently has gonorrhoea in the female ceased to insult the scientific man’s dignity.“ ÁstæSan til þess, hve erfitt er að uppræta gono.cocca. úr kynfærum kvenna, er auðvitað anatomiskt sköpulag þeirra líffæra — allar hitiar mörgu fellingar og kirtlar í leginu og leghálsinum, auk kirtlanna í h'in- um ytri sköpum, sem sé gland. vestibularis maj. et min. í Ameríku og Englandi hafa undanfarið verið gerðar tilraunir meS áhrif ýmsra antiseptica, sem nota má við ambulant meSferð á lekanda kvenna. Silfursölt, sem dælt er inn í legiö, ganga ekki inn í þekjuna og fixerast ekki, svo hægt er aö þvo þau úr. Ööru máli er að gegna með suma a n i 1 i n 1 i t i, einkum mercurochrome (220) og acriflavine, sem báöir eru banvænir fyrir sýklana. Þegar Jtessum litum er dælt inn í legið á kanínum, penetrera þeir þekjuna alla leiö niöur aö vöðvalaginu og læsa sig meira að segja upp eftir tubae. drepandi hvers kyns sýkla, sem fyrir eru. Súrt acriflavine hefir þann mikla ókost, aS þaö skemmir þekj- una í tuba og getur því orsakað ófrjóvi; það gerir mercurochromið ekki, né heldur neutralt acriflavine. Notkunar-aSferðin er sú, að daglega er dælt einurn ccm. upp i legiS gegnum iiogna pípu (Keyes instillation catheter). Með mjóum gúmmí- hring, sem smokkaö er upp á pípuna, má marka fyrir. hve langt henni skal ýtt inn. Vökvanum er dælt inn svo hægt, að maöur sé 5 mínútur meS þann eina ccm. Þegar pípan er dregin út, er tampon settur fyrir ori- ficiuni uteri til þess aö taka á móti þeim lit, sem út kann aö renna. Sjúk- lingnum er sagt a'S taka þenna tampon út og fá sér útskolun eftir 3—4 klst. Liturinn getur haldist svo lengi í uterus, aö hann liti vaginaltampon eftir 2 vikur, og hefir hann þ'ví antiseptisk áhrif svo lengi. Dælingin inn í legiö er ekki hættuleg, því aS þeir sýklar, sem kunna aö ýtast inn í það með lyfinu, drepast af því. ÁSur en dælt er inn, er vitanlega þurkaS af cervix og slímtappinn soginn eða þurkaöur burt. Hægt er aö dæla inn alt aS 5% upplausn án þess að fá krampa í legið. 1% upplausn á að vera nægileg. Inn í urethra er lyfinu einnig dælt meS litilli belgdælu og sjúklingnum sagt um leiS aS rembast svolítið svo aö hringvöövinn slakni og vökvinn komist alla leið inn í blöðruna. Þar er best aö nota 5% upplausn. Auk þessarar meðferðar, sem sjúklingurinn fær einu sinni á dag hjá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.