Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 147 sem viö þekkjum viö lungnaberklum, og nærri óbrigöult meðal viö blóö- leysi og berklum í kirtlum. En nú mun því oft vera þannig varið, aö blóðleysi, kirtlaveiki og lungnaberklar eru í raun og veru sami sjúkdóm- urinn, á mismunandi stigi; aö rninsta kosti er þaö alkunnugt, að á undan berklaveiki í lungum fer nærri alt af blóðleysi og kirtlaveiki um skemri eöa lengra æfiskeiö; á því æfiskeiöi á að ná í sjúklingana og lækna þá. Þaö er í mínum augurn mjög einfalt og auðvelt, og skal nú vikið að því. Eg hefi áöur drepið á, aö mesti erfiðleikinn viö sóllækningu, sem eg hefi rekið mig á, er kuldinn úti og inni og húsakynnin þröng og dimm. Svo geri eg ráö fyrir, að aukakostnaður myndi þaö mörgum þykja, aö láta stálpuð börn og unglinga, seni að eins eru blóðlítil eöa kirtlaveik, fara að stunda sólböö um hásumarið, þegar ])au helst gætu unniö fyrir sér. En nú vill svo vel til, aö báöa þessa öröugleika getum við yfirstigiö í sama skrefinu. Sólskiniö í noröanveðrunum í marz, april og mai-mán- uöum, er miklu líjartara og öflugra heldur en um hásumariö; isóllækn- ingar ætti helst aö nota þá mánuði, og þaö er líka ódýr tími og hent- ugur því fólki aö ýmsu leyti, sem um sumartímann getur unniö fyrir sér, og ekki er svo lasburða, aö þörf sé á nema skömmum tírna, til þes<s aö bati fáist. En úti er alls ekki viðlit aö sóla sig um þaö leyiti árs, enda skal þaö fúslega játað, aö útiböö eru oftast neyðarúrræöi fyrir hálflasið fólk, vegna kuldans, þótt um hásumar sé. Til þess því aö mögulegt væri að nota útmánuða-sólina, þyrfti hvert hverfi, hvert þorp og hver bær á landinu aö eiga sina sólarskála, sem hita rnætti upp eftir þörfum. Skál- ar þessir rnættu vera mjög einfaldir og ódýrir, en annars skal ekki nánar íarið út i, hvernig eg hefi hugsaö mér þá í þetta sinn. Nauðsyn virðist mér, aö viö hvern barnaskóla standi sólarskáli, og ætti kennurum aö vera lagt á herðar, aö láta aö minsta kosti öll börnin, sem veikluleg eru, sóla sig þegar Ljört sól býöst. Eg er fyrir mitt leyti ekki í vafa um, aö með sólböðum, ef í tima væri til þeirra gripið, eins og hér hefir veriö lagt til, rnætti hér á landi bjarga frá því aö veröa berklaveikum níu af hverjum tiu, sem meö núgildandi berklavörnum er ekki hreyft viö fyr en orönir eru litt eöa ólæknandi landsómagar. Laugarási, 12. sept. 1924. ó. Einarsson. Diatatio ventriculi acuta et subacuta Tvær sjúkrasögur frá Sjúkrahúsi Akureyrar. Eftir Steingr. Matthíasson. Þó eg hafi oft lesið um dil. ventric. acuta, gat mér þó ekki dottið sú diagnosis i hug í tæka tíö, heldur fyrst viö autopsia post mortem. Til þess að aðrir ísl. kollegar veröi mér snjallari þegar slíkt fyrirbrigði birtist þeirn í fyrsta sinn, skal eg skýra frá rninni reynslu. I. G. Kr. 28 nra g. barncikennara. Kom 17. apríl (síðastliðinn). Fyrsta bantshykt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.