Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 159 héra8 snertir, — sem Sigurjón collega kallar AkraneshéraS, — er hér greinir: Áður en eg sendi skýrslu rnína, haföi eg leitað upplýsinga hjá ljós- mæðrum héraðsins, farið í gegn um hók berklaveikra sjúklinga héraðs- ins og ársskýrslur minar frá 1895 til þess dags, er skýrslan var sarnin, og fundið að eins tvær mæður, sem höfðu haft berkla. Önnur var sú, er skýrslan var um, en hin var kona skrásett 1.—4. ’ió, dáin 19.—11. sama ár. Hún átti að visu 3 börn frá 2—5 ára, þá heilbrigð, en þau fluttust úr héraðinu skömmu eftir lát móðurinnar; vissi eg ekkert hvar þau voru niður kornin, og gat því enga skýrslu gefið um heilsufar þeirra. Tveim árum áður en skýrslan var gefin, kom i héraðið kona, sem verið hafði berklaveik og leitað sér lækninga á heilsuhæli, bæði erlendis og hér heima. Áður en hún fluttist hingað, leitaði eg mér upplýsinga um heilsufar hennar hjá lækni þeim, er síðast stundaði liana, og fékk það svar, að hún hefði fengið svo góðan bata, að hún gæti ekki talist sriiit- andi. Börn hennar 4 voru hraust. Hún var því ekki skrásett í berklaveikis- bókina, enda ekki leitað læknis, og var að sjá hraust. Nokkru eftir a ð e g h a f ð i s e n t s a m r a n n s ó k 11 a n e f 11 d i n n i s k ý r s 1 u m í n a, ól hún barn; gekk það vel, enda verið vel hraust allan með- göngutimann. Tæpum mánuði eftir barasburðinn, fór að bera á veilu í lungum, er smá-ágerðist, þar til hún leitaði sér hælisvistar, 30.—6. '23. Barnið hafði hún ekki haft á brjósti, en það dó úr heilaberklum, rúmlega 4 mán. gamalt. Auðvitað var kona þessi skrásett hér, þegar eftir að vist var orðið, að veikin hafði tekið sig upp á ný. Hún dó hér heima 26.—4. þ. á. Eg get nú ímyndað mér, að það hafi verið þessi móðir, er Sigurjón collega hefir sérstaklega haft í huga, þegar hann segir að skýrslan úr Skipaskagahéraði hafi ..áreiðanlega ekki verið rétt,„ því hún hafði áður dvalið i Eyjafirði, og honum því kunnugt um hana. Að engin skýrsla var send um þessa móður, kom til af því, að eg hafði þegar afgreitt skýrslu mína á ð u r en veikin tók sig upp á ný, og hún þ á ekki skrásett, vissi ekki nema samrannsóknanefndin væri farin að vinna úr skýrslunum, og loks ekki óhugsandi, að læknar þeir, er áður höfðu stundað hana, hefðu sent skýrslu um hana. Af því sem nú hefir verið sagt, er það áreiðanlega rétt, að mér fanst eg ekki geta gefið skýrslu um börn annara lierklaveikra mæðra en þeirrar einu, sem eg vissi ábyggilega um, þegar ský r -s’I a n v a r s e n d. — ólafur Finsen. Geitur í barnaskólabörnum. Nýlega komu til lækninga 2 börn, sem hafa haft favus í mörg ár, enda mist mikið hár. Annað liarnið hefir verið í barnaskóla í 2, en hitt í 3 ár, án þess að þetta hafi verið athugað við skoð- un læknisins. Gefur þetta tilefni til að minna á rækilega athugun á capillitium liarnanna; verður að liafa in mente, að mæðurnar reyna venju- lega að ná sem mestu hrúðri burtu, ef þær búast við læknisskoðun. G. Cl. Verð á lýsi. Árni collega Árnason gerir í grein sinni i þessu blaði að umtalsefni verð á lýsi og þykir, sem von er, mikið fé sem þjóðin þyrfti að láta úti, ef lýsisnotkun yrði algeng, og sé miöað við verð lyfjabúðanna. í þessu tilefni hefir Lbl. leitað upplýsinga um verðlagið í Rvik. 1 lyfja-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.