Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 14
LÆKNABLAÐIÐ 156 10%c í neinu þeirra. Þaö voru fylkin Montana, Idaho, Wyoming og Minnesota. Ritstjóri tímaritsins haföi sent læknum og borgarstjórum i þessum fylkjum og þeim stórbæjunum þar sem ástandið var best, fyrirspurn um í hverju þeir teldu bggja aðalástæðuna til hins góöa heilsufars. Þá var það einróma svar: gott drykkjarvatn, góð mjólk, nóg og gott fæði og nóg af hollri úti-vinnu eða atvinnu í vel loftræstuöum verksmiöjum, og alt þetta mikið að þakka ítarlegu lækniseftirliti. „There are no slum districts or squalid tenements. Pure water, pure milk and pure food.“ Svona hljóðuðu svörin. Gaman að geta fullyrt slíkt um lönd og borgir þar sem miljónir búa. .í viðtali við kollegana gat eg frætt þá á, að á okkar landi hefði (samkv. heilbrigðisskýrslum G. H.) manndauðinn komist niður i i2,o%c 1917, og þótti þeim það virðingarveröar framfarir úr I2Ó%C (eins og var 1875). En það var að eins þetta eina ár, 1917, sem manndauðinn komst niður i lágmarkið, i2,o%c. Síðan hefir hann hækkaö aftur, og sé hann reiknað- ur fyrir tímabilið 1911—1920, er hann J4,o%c. II. í kauptúnum og sveitum á íslandi. Hvað liöur mismuninum á manndauða í kauptúnum og sveitum á voru landi ? Það er alkunnugt í öðrum löndum, að manndauði bæjanna er venju- lega talsvert meiri en í sveitunum. Er þetta einnig þannig hjá okkur? Þetta er samviskuspursmál fyrir þá sem vilja (eins og eg hefi stundum haft tilhneigingu til), fæla sveitafólkið frá að flytja til kaupstaðanna. Próf. G. H. hefir í sinni ágætu bók* U m s k i p u 1 a g b æ j a, bls. 11, tekið þetta spursmál til athugunar. Því miður hefir hann ekki haft manndauðaskýrslur að styðjast við, frá öðrum bæjum en Reykjavik, og það að eins frá 1907—1914, og getur hann því ekki um önnur kauptún tal- að en Reykjavik eina og boriö hana sarnan viö landið i heild sinni. — Niðurstaða hans verður sú, að færri deyi að tiltölu i Reykjav'ik e n í s v e i t u m 1 a n d s i n s. Skal eg leyfa mér að til- færa orðréttan kaflann hér að lútandi í riti próf. Guðm. (bls. 11) : „Manndauði er oft mikill í bæjum eins og fyr er drepið á, sérstaklega þar sem þéttbýli er mikið, skipulag bæjanna ilt og heilbrigðismál í vanhirðu. Nú er það öllum kunnugt, að Reykjavík er að þessu leyti mjög'áfátt, og við það bætist að fjöldi sjúk- linga, sem ekki eiga heima í bænum, deyr þar á sjúkrahúsunum. Þeir eru taldir meö i dánartölu bæjarins, þó að það sé i raun og veru villandi. Þrátt fyrir alt þetta sést það ljóslega, að litlu fleiri deyja í Reykjavík að tiltölu en í sveitum. Á þessum 8 ár- um hafa dáið 15,2 af hverjum 1000 íbúum i landinu, en 15,8 í Reykjavík. Ef utan- bæjarmenn, sem deyja í Reykjavík, væru taldir frá, er það augljóst, að færri deyja að tiltölu í bænum en i sveitum. Að svo miklu leyti, sem ráða má af skýrslum vorum, verður eigi annað séð, en að bæir vorir séu mikill þáttur í mannfjölgun hér á landi. Þar giftast flestir að tiltölu, þar fæðast flest börnin og þar deyja fæstir, enn sem komið er. Hitt er annað mál, hve lengi þetta helst, ef bæirnir stækka til muna. Ef skipulag þeirra og heilbrigðismál eru vanrækt, má ganga að því vísu, að manndauði aukist þar stórum, og að dragi * Guðm. Hamiesson: Um skipulag bæja. Rvík 1916,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.