Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 150 kvartar hún um verki í kviönuni. Þeir li'Öa hjá. BráÖum koma aftur verkir. Hún fær aðsvif og er i andarslitrunum þegar eg kem til. — Rp. inj. camphorata — án árang- urs. — Resp. artificialis er einnig árangurslaus. -— Mors. Daginn eftir sectio. Dilatatio ventnculi permagna. Maginn nær frá curvatura til symfysis. Efsti hluti smágirnisins er einnig útvíkkaður, en samanfallnar garnir úr því. Hinn vökvaíylti stóri magi viröist hafa aÖþrengt görnunum. Þegar honum er lyft, víkka þær smárn saman. Engin þrengsli aÖ finna eöa kyrkingar. Magaslímhimnurnar án sára, en með gastritiseinkennum. — Annað fanst ekki sérlegt. E p i k r i s i s. — Þegar eg haföi þennan síöarnefnda sjúkling til meö - feröar (1911), haföi eg aldrei lesið eða heyrt um dilatatio ventric. acuta. Sú diagnosis var þá ekki á margra vitoröi. Eg hugöi hér vera um v o 1- v u 1 u s að ræða, en gat þó ekki sannfærst um að svo væri, eöa síst hvernig hann væri til kominn. Talað er um volvulus ventriculi (sjá Nordisk Kirurgi II., bls. 676), en mér er spurn: Eru ekki notuð tvö nöfn um sama sjúkdóm? Eg get ekki hrósað mér af neinum skarpleik í diagnosis né neinu sér- legu snarræði í vandræöum, en þegar eg leit yfir þessar sjúkrasögur (eink- um þessa síðari, því í seinni tíð kemst eg sjaldan yfir að halda nákvæmar sjúkradagbækur), gladdist eg þó af því aö hafa nent að stinga niður penna til að festa það í minni, sem annars væri gleynrt eða komið í glundur. Og það vil eg minna þá kollega á, sem eru yngri en eg og hafa sjúkrahús eða skýli, að pennaleti gerir þá heimskari en ella. Þetta veri meðfram lítil piluia til þeirra, sem ekki einu sinni nenna að svara bréíum, hvað þá----------. Berklavarnir. Það var ætlun mín að leggja nokkur orð i belg í berklavarnamálinu, hefðu ástæður leyft mér að koma á læknafundinn í sumar. Úr því að svo varð ekki, langar mig til að biðja Læknabl. fyrir þessar línur. Fyrst vil eg drepa á eitt alment atriði, seni töluvert hefir borið á góma í þessu máli. Fer berklav. eftir náttúruvali? Það þykir mjög sennilegt. Líkurnar l^enda á, að einstaklingar séu misnæmir og vel má vera, að ætt- irnar séu það líka. En þetta er sjálfsagt ekkert einsdæmi um berklav., heldur á það ef til vill við um flesta eða alla næma sjúkdóma rneira og minna. Það hefir ekki verið rannsakað um farsóttirnar, að því er ættirn- ar snertir. Bæði er það erfitt í sjúklingaþvögunni, er sóttir ganga, og svo kæra þjóðirnar sig ekki um að láta sóttirnar ganga í valiö til reynslu, þær sem stöðvaðar verða. Öðru máli gegnir um berklav. og holdsveiki, þær eru hægfara og þar er hægt að athuga sýkingu einstaklinga og ætta.* Það er víst engin tilviljun, að báðir þessir sjúkdómar hafa verið taldir arfgengir. En það er engin frekari ástæða til að gera tilraunir með þeim * Sama mun mega segja um mænusóttina. Slíkar legar og verða sjálfsagt gerðar. rannsóknir á henni væru fróð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.