Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 3
15. árg.
12. blað.
lonflBiflme
Reykjavík, des. 1929.
Anæmia intantum ex alimentatione.
Eftir Katrínu Thoroddsen, lœkni.
Sjúkdómseinkenni. Fölur litarháttur er, í augum almennings, vottur blótS-
skorts, og því er það, að anæmia er álitin vera miklu algengari kvilli,
einkum hjá börnum, en raun ber vitni um. Nokkra sök eiga læknar sjálf-
sagt á þessu. Ósjaldan láta þeir sér nægja diagnosis móðurinnar, sem kem-
ur með barn sitt, og biður um lyf handa því gegn blóðleysi. Þeir líta að eins
lauslega á barnið; sjá að það er fölt og tekið til augna, og skrifa svo, án
frekari aðgerða Rp. Liqv. ferri alb., með eöa án arseniks, þó þeim sé full-
ljóst, að litarhátturinn er mörgu öðru háður en því einu, hve rikt blóðið
er af hæmoglobin.
Andlitsfölvi er mjög algengur hjá börnum, á öllum aldri. Hjá hvítvoð-
ungum stafar hann oftast af meltingartruflun, en hjá stálpaðri börnum er
orsökin venjulega neuropathi. — Anærniá er aftur á móti fremur sjaldgæf
sem sjálfstæður sjúkdómur, úr því að börnin eru komin á 3. ár; en til þess
aldurs er hann æði algengur hér á landi.
Hjá anæmisku barni er ekki einungis hörundið fölt, heldur eru slimhúðir
það líka. Eyrun eru hvit og nærri gagnsæ, en það eru þau ekki við pseudo-
anænri, hversu fölt senr barnið annars kann að vera. Holdafar barnanna er
mismunandi; sum eru boruð, önnur í sæmilegum holdum, en flest eru þau
spikfeit, að minsta kosti í byrjun veikinnar, þótt þau, er fram í sækir, verði
skinhoruð og linholda. Vöðvar eru og mjög slappir; lopi á augnlokum ekki
ótíður, sjaldnar á rist eða franran á sköflungi. Smá-nrarblettir, án áverka,
sjást oft, og eru þeir frábrugðnir skyrbjúgsblæðingum að því, að ekki eru
þeir frekar á efri hluta likamans en þeirn neðri. Barnið er andlega og
líkamlega daufara, hreyfingarþörfin lítil og allar hreyfingar þunglanraleg-
ar. Þau eru magnlaus, sívolandi og amasörn, hræðslugjörn, viðbrigðin og
viðkvæm. Svefninn er órólegur og dúrarnir stuttir. Auk þessa, er veikin
ágerist, megnt lystarleysi, og jafnvel uppköst. Venjulega eru hægðirnar treg-
ar og harðar, eða þá að niðurgangur og harðlífi skiftast á. Tala rauðu blóð-
kornanna, og eins Hb. er nokkuð misjafnt eftir eðli einstaklingsins, og er
því hæpið að greina anæmi, sé ekki að mun frábrugðið þvi sem eðlilegt er
talið. (Hjá nýfæddum börnum Hb. 100—140, erythrocytar 5—7 miljónir,
hjá kornabörnum Hb. 60—80, E. 4.1—5.2 milj., og hjá stálpuðunr börnum
Hb. 80—100 og E. 4.5—5 milj.) Við ungbarna-anæmi er algengast að finna
Flb. 25—40 og E. 2—3 rnilj. Einn dreng sá eg í vor, ofan úr Borgarfirði,
er hafði Hl). 19 Sahli og E. 350.000 (honurn batnaði á 6 vikum). Auk Hb,-
rýrnunar, og fækkunar rauðra ljlóðkorna, eru venjulega allmiklar morpho-