Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 191 um að ávísa víni á lyfseðlum. Er ekki ráðherrann þá sjálfur að rjúfa ríkis- heildina? Er einstökum læknum heimilt aö taka fram fyrir hendur land- lækni og ráðherra, heimta öll gögn til þess a'Ö komast að lyfjaávísunum lækna, og svifta e. t. v. lækna leyfi til a'Ö ávisa víni? 5. Ivá'Öherrann telur mestu óhæfu, að fulltrúar Lf. ísl. skuli ætla sér þá dul, að hafa áhrif á embættaveitingar. En jafnframt áfellist hann mjög „læknaklíkuna" fyrir að liafa ekki séð um að konra úr embætti héraðslækni, er rá'ðherrann telur um mörg ár verið hafa óhæfan til starfs síns (fyrv. hér- aðsl. í Keflavíkurhér.). Ráðherran telur samkv. þessu rétt, að „lækna- klíkan‘‘ geti sett af konunglegan emhættismann. Væri þá ekki rikisheildin og konungsvaldið í hættu? Hversvegna var rá'öherrann sjálfur ekki bú- inn að setja þenna embættismann af? Nei, ráðherrann hefir látið málið afskiftalaust árum saman, þótt hann áliti manninn ófæran til embættis sins. Ráðherran játar me'ð þessti sjálfur, að hann hafi látið sitja í embætti lækni, sem hann telur að ekki hefði átt þar að vera. 6. Hr. J. J. kemst svo að orði: „Tiu krónitr á dag* var ekki óalgeng þóknun með berklasjúklingi til Matth. Einarssonar, meðan hann hafði Skuggahverfisspítalann í Rvik“. Ráðherranum er tamt að uppnefna bæöi dauða hluti og lifandi, og á hjer væntanlega við Frakkneska spitalann. Þeir sem ókunnir eru málavöxtum, hljóta að skilja þetta svo, að hr. M. E. hafi fengið í sinn vasa 10 kr. læknisþóknun á dag, fyrir hvern berklasjúkling, sem lá á spítalanum. Sannleikurinn er, að meðan Rvikur-bær hafði Frakkn. spítalann á leigu, tók Bæjarsjóður um tíma, í mestu dýrtíðinni, 10 kr. á dag með íííaMÓÆ’Jar-sjúklingum, eins og gert var á Farsóttahúsinu. í þessu daggjaldi var innifalin ekki einasta spítalavistin sjálf, heldur og lyf, um- búðir, nuddlækning, ljóslækning, röntgenskoðun og lœknisþóknun; í stuttu máli alt. Hr. M. Ein. hafði fasta mánaðarþóknun úr Bæjarsjóði, en ekki sérstaka l)orgun fyrir legudag hvers sjúklings. Hr. J. J. hefir hér tekist meistaralega — að halla réttu máli. 7. Ráðherra heilbrigðismálanna bregður upp hroðalegri mvnd af ástand- inu á íslenskum spítölum, og verður að taka upp orðrétt eftiríarandi lýs- ing hans: „Sumstaðar er svo komið, að sjúkrahúsin virðast vera gegnsýrð af berklum, þannig að ígerð kentur í flesta skuröi. Læknaklíkan í Rvík lætur þetta viðgangast ár eftir ár. En ef hingað koma læknar úr næstu lönd- um, myndu þeir horfa á þessar frámunalegu sóðalegu aðgerðir, eins og á þann þrifnað í samkomuhúsunt, þar sem allir hrækja á gólfið.“ Nýjar kenn- ingar eru það í læknisfræðinni, að óttast þurfi ígerðir í skurðum, vegna berkla. Þar eru aðrir sýklar að verki, þegar óhappalega tekst til. Ráðherr- ann þarf bersýnilega að lesa betur, ef hann ætlar að rita nteira um gerla- fræði og sáralækningar. Annars er vart hugsanleg hroðalegri lýsing á ástandi sjúkrahúsanna. Hver bæri ábyrgð á slíku, ef satt væri? Auðvitað sjúkrahúslæknirinn, en sannar- lega engu síður ráðherra heilbrigðismálanna og landlæknir, sem á að hafa eftirlit af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann hefir nýlega ritað í „Tím- ann“ loflega grein um emhættisfærslu landlæknis (í tilefni af 65 ára afmæli hans). Stingur það æði mjög í stúf við lýsing hr. J. J. á sjúkrahúsunum, sem hneykslismál væri, ef satt væri. Vill ekki ráðherra skýra opinberlega * Leturbreyting hjá- hr. J. J.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.