Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 187 sér til málsbóta, aÖ barniÖ þoli ekki aÖra fæÖu, þaíS fái uppköst eða niÖur- gang, sé út af brugðiÖ, eÖa þá blátt áfram, að barnið vilji ekki neitt annað en mjólk. Séu aðstandendur barnanna vanstiltir, er það ekki óalgengt, að svona gangi árum saman, að börnin lifa eingöngu á mjólk, sem þau drekka úr pela. Slík börn eru altaf anæmisk, og oft hafa þau etið kynstrin öll af járn- og lystarmeðulum, vitanlega árangurslaust. Fái svo þessi börn ein- hverja meltingartruflun, eða einhverja acut og chroniska infection, skrið- horast þau á mjög skömmum tíma, og blóðskorturinn eykst að mun. Því er það, að mæðurnar rekja ávalt byrjun veikinnar til einhvers ákveðins in- fects, sem barnið hefir fengið, og aldrei náð sér eftir. Orsakir. Lengi vel var álitið, að járnmagn fæðunnar réði mestu um það, hve ríkt blóðið væri af Hb., og að aðalorsök ungbarna-anæmi væri járn- skortur. Nú hefir brjóstamjólk mjög líti'ð járn að. geyma og kúamjólk enn minna; en því til uppbótar er likami nýfæddra, fullburða barna all-járnríkur. Hjá tvíburum og fyrirburðum eru meðfæddu járnbirgðirnar minni, og því auðskilið, að fyr verði hjá þeim þrot í búi, sérstaklega ef á bættist, að þau væru siður fær um að hagnýta sér járn fæðunnar. Þetta væri því ekki ósennileg skýring hinnar „fysiologisku“ anæmi. Jafnvel þó ekki fái öll fyrir- borin börn anæmi, og þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir blóöskort slíkra barna með járngjöfum. En til hinnar pathologisku anæmi hlýtur ein- hver önnur exogen orsök að vera. Að orsökin liggi hjá foreldrum (tbc., lues, chlorosis, eða kannske óhagkvæm næring um meðgöngutímann) getur ekki samrýmst reynslunni. Börn veikra foreldra, taka ekki fremur veikina, en afkomendur heilbrigðra. Constitutionin hefir áreiðanlega mjög mikla þýðingu, en margt er það samt, sem bendir til þess, að aðalorsökin sé alimenter, svo sem það hve sjaklan brjóstmylkingar og börn þau, er mest- megnis á mjölmat nærast, fá veikina. Þetta bendir líka til þess, að uppruni veikinnar geti naumast verið eingöngu infectionir. Einnig kemur það líka venjulega glögt í ljós, í anamnesis sjúklinganna, aö þeir hafi engan veginn altaf verið svona vesalir, heldur þvert á móti, að þeir hafi að jafnaði dafn- að mjög vel í fyrstu. Að um járnskort einan geti ekki verið að ræða, sýnir meðal annars það, að þó að sjúkl. sé gefið járn í stórum skömtum, — en þeir verka miklu sterkar og öruggar en gömlu smáskamtarnir, — batnar veikin ekki, nema því aðeins að mataræðinu sé breytt jafnframt. Járnið sýnist að vísu örfa efnaskiftinguna yfirleitt, en þá skjótu, óbrigðulu verk- un, sem búast mætti við, væri bætt úr skorti, sér maður ekki. Þá mælir það og lika í móti, að börn alin á geitnamjólk, sem svipað járnmagn hefir og brjóstamjólk, fá miklu fyr og meiri anæmi, en þau sem á kúamjólk nærast. Tæplega getur það eingöngu verið því að kenna, að járn geitna- mjólkurinnar notist illa, þar eð ekki er hægt úr að bæta, með því aö gefa járn ásamt henni. Sama má segja um margbreyttan, járnríkan mat, að ekki getur hann fremur bætt úr blóðskortinum, ef mjólkurþambið er jafn- mikið eftir sem áður. Því hefir sumum komið til hugar, að það væri nijólk- in sjálf, sem væri beinlínis skaðleg blóðmyndun vissra Ijarna, og hafa álitið, að með því að draga úr mjólkurdrykkjunni, væri jafnframt minka'S þetta anæmiserandi efni. Tilgátu þessari til stuðnings, er fært það, að í saur pelabarna finnist toxisk efni, sem aldrei verði vart í saur brjóstmylkinga. Ekki hefir þó tekist að sanna neitt á þessa leið, og ekki hefir heldur tekist að lækna ungbarnaanæmiuna með því einu, að draga úr mjólkurdrykkj-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.