Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 6
LÆKNABLAÐIÐ
188
unni; því eins og gefur a'Ö skilja, verSur einhver önnur næring a8 koma
i staS mjólkurinnar, og sú fæðubreyting gæti átt sinn þátt i batanum, þann-
ig, að séÖ væri fyrir hagkvæmara efni til blóðmyndunar.
Alimenter anæmi svi]:iar að mörgu til sjúkdóma þeirra, sem af l)æticína-
skorti stafa, t. d. aÖ því, hve oft infect. verður til að koma veikinni af stað.
Sjaldan sést alimenter anæmi án einhverra infektiona, og virðist hvort leiða
til hins; þannig getur og infect. valdið anæmi, þar sem næring er í besta
lagi. Óhóf á mjólkurdrykkju sýnist hafa mjög lík áhrif og infect., að því
er snertir að flýta fyrir veikinni. Geitnamjólk, til að mynda, verkar miklu
meira og fyrr anæmiserandi, ef neytt er í óhófi, en ef litið er drukkið.
Jafnvel hæfilega blönduð mjólk getur, ef ekki er gætt hófs, leitt til anæmi.
Hugsanlegt væri, að hér væri ástatt eins og við avitaminosis, að infection
og óhófiS eyddu efnum þeim, sem líkaminn má ekki án vera til viðhalds
blóðinu, og er þau þryti, yrði anæmi. Óhóf í mjólkurdrykkju gæti skaðað
á þann hátt, að við mikla sápumvndun í þörmunum (sápusaur er langalgeng-
astur hjá börnum þessum) yrði alkaliskortur i líkamanum, — acidosis —
og bati gæti þá fyrst komið í ljós, er líkaminn hefði svo miklu alkali á að
skipa, er svaraði hinum sáru efnaskiftis-produktum. Kunnugt er, að acidosis
á sér stað við infect., stundum meðan sótthiti er, einkum eftir á, postfebrilt.
Við acidosis verður meiri ammoniaksþörf en ella, og fáist ekki nægilegt efni
utan að, þ. e. með fæðunni, til að fullnægja þeirri þörf, saxast mjög á
purinbasa og histidin likamans; en þau efni vilja sumir telja einskonar anti-
anæmisk vitamin, ef svo mætti orða það. Acidosis væri þá óbeinlínis orsök
blóðskortsins, og til anæmi kæmi ekki, ef líkaminn væri nægilega birgur að
samböndum þessum. Þetta gæti og verið skýring þess, hve sjaldgæf anæmi
er hjá börnum þeim, sem eingöngu nærast á mjölmat; því eins og kunnugt
er, spara kolvetnin eggjahvituefnin, og eru auk þess antiacidotisk. Sé þessi
tilgáta rétt, ætti hin raunverulega orsök veikinnar að vera skortur á viss-
um efnum H.b., og kemur það vel heim við ætiologi og klinik. Hinsvegar
væri líka hugsanleg truflun á lívggingu þess, þó að nægilegt efni væri fyrir
hendi, og á þá leið bendir therapian ef til vill frekar. Annars vita menn
ekkert með vissu um pathogenesis. Menn vita ekki einu sinni, hvort um
aukna blóðeyðing eða hindraða blóðmyndun er að ræða. En því hefi eg verið
svo margorð um þessar tilgátur, að eg bjóst frekar við, et peirra væri
minst, að collegar færu að gefa ungbarna-anæmiunni gaum, en ekki vegna
þess, að eg áliti þær skifta svo miklu máli. Er svo lítið vísindalega þeinkj-
andi, að mér finst það ólíku þýðingarmeira, að vita hvernig hindra megi
sjúkdóminn, og hvernig hann verði læknaður, heldur en að þekkja hann
út og inn, en standa ráðþrota gagnvart honum.
Therapi. Viö alimenter anæmi er lækningin ofur einföld. Sjúkdómurinn
hatnar oft, og kannske hvað oftast af sjálfu sér, en sá hati er lengi á leið-
inni, og meðan börnin hafa sjúkdóminn, eru þau varnarlítil gagnvart hvað
lélegum infect. sem er. Og hver áhrif hann hlýtur að hafa á móðurina og
þar af leiðandi á heimilislífið, getur hver sá gert sér í hugarlund, sem verið
hefir samvistum sílösnum, óþekkum krakka, sem altaf er vansvefna, org-
andi og óánægður.
Til að hindra veikina, verður barnið að fá hæíilega fæðu; það verður
að forðast einhliða mjólkurnæringu og varast alt ofát; það verður að venja
þörnin snemma á átmat, fara t. d, að gefa þeim á 3.—4. mánuði grjóna-