Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 12
194 LÆKNABLAÐIÐ Ketlavíkursennan. 0<7 alt þctta skal cg gcfa þcr, ef þú fcll- ur fram og tilbiður mig! í síðasta Lbl. var frá því sagt, að i. nóv. kom þetta skeyti frá Sigvalda Kaldalóns: „Hcfi hafnað Kcflavíkurhcraði,“ Hr. S. K. kom heim rétt eftir mánaðamótin síðustu og hitti að sjálfsögðu dómsmálaráðherra. Hvað sem þeim hefir farið á milli, þá kom skyndilega sú breyting á málið, að hr. S. K. tók nú við embættinu og var ófáanlegur til þcss að hvcrfa frá þeirri fyrirœtlun. Ófáanlegur var hann og til þess að taka aftur við Flateyjarhéraði. Hefir hann nú komið sér fyrir í Grinda- vik, þó að lögboðið læknissetur sé í Keflavík. Hér rak þá að þvi, sem mest var að óttast, að einhver læknir fyndist, sem notaði sér deilu læknanna við dómsmálaráðherrann til þess að koma sjálf- um sér á framfæri. Að sjálfsögðu hefði hr. S. K. ekki komið til tals við veitingu Keflav., ef ckki hefði svo staðið á sem hér. Þegar útséð var um, að hr. S. K. fengist til að halda hópinn og standa við símskeyti sitt, tilkynti félagsstjórnin honum með bréfi dags. 5. des., að hann væri rœkur úr Lœknafclagi Islands. Flestum læknum mun finnast, að félagsstjórnin hefði þurft aö gera miklu meira, að hún hefði átt að láta einmitt hér hart mæta hörðu. Ýmsum ráð- um hefir félagstsjórnin úr að spila yfirleitt hefði hún notið stuðnings héraðs- búa í Keflavíkurhéraði, því að þeir hneykslast flestir á aðgerðum ráöherr- ans, og virða framkomu hr. S. K. að maklegleikum. Stjórnin hefir athugað þetta mál vandlega, en af ýmsum ástæðum hefir hún talið réttast, að sjá fyrst um sinn hverju fram vindur. Það hefir sennilega verið mikil gleði í herhúðum dómsmálaráðherrans yfir úrslitunum. Þau eru í fám orðum þessi: Ráðherrann, sem talar digurbarkalega um aö virða vilja héraðsbúa og jivkist vilja láta þá kjósa lækna, — hann veitir Keflav. án þess að láta land- lækni vita af því, og þvcrt ofan í vilja alls almennings í Keflavíkurhéraði! Lækna hefir hann skammað fyrir það, að þeir láti ,,farlama“ lækna sitja í cmljættum, þó að sjálfur ætti hann um það að sjá, að báðir læknarnir væru hraustir og ferðafærir, en nú skipar hann svo „farlama“ Icckni í Kcfla- vik, að hann hefir áður fengiö lausn frá embætti vegna heilsubrests, og hefir ætíð síðan þótst lítt fær til þess að gegna læknisstörfum! Þá hefir ráðherrann orðið fyrir þeim endemum, að po% lœkna hafa, á sinn liátt, lýst algerðu vantrausti á öllu hans stjórnarbrölti og afglöpum. Ósjálfrátt dettur manni i hug gamla orðtækið: „Þér ferst, Flekkur, að gelta!“ Um hr. S. K. er óþarft að eyða mörgum orðum, því að flestir læknar munu sammála um það, að á hann hafi fallið sá blettur, sem loði við hann alla æfi. Flann verður ekki öfundsverður af þvi að taka við Keflav. í óþökk héraðsbúa sinna og stéttarbræðra. Þannig er þá ástandið í herbúðum ráðherrans og hans fylgifiska,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.